Erlent

Ekkert dregur úr ópíumræktinni í Afganistan

Samkvæmt árlegri úttekt Sameinuðu þjóðanna mun ópíumframleiðslan í suðurhluta Afganistan aukast í ár frá fyrra ári.

Hinsvegar mun heildarframleiðslan á ópíum í landinu verða á svipuðum nótum og í fyrra sem var metár hvað þetta varðar.

Þetta sýnir að þrátt fyrir sex ára baráttu herliðs NATO í landinu gegn ópíumræktinni er árangurinn nær enginn.

Talið er að Talibanar fái mest af rekstrarfé sínu í gegnum hagnaðinn af ópíumsölunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×