Erlent

Einn látinn eftir sjálfsmorðsárás í Ísrael

Einn hið minnsta er sagður látinn eftir að palestínskur sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í bænum Dimona í Ísrael í morgun.

Árásin átti sér stað í verslunarmiðstöð í bænum og sagðist lögregla hafa fundið lík árásarmannsins og sprengjubelti á staðnum. Lögregla segist hafa skotið samverkamann hans á staðnum. Tíu munu hafa særst í árásinni.

Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum innan Fatah-hreyfingar Abbas forseta að félagar úr Al-Aqsa herdeildunum herskáu hafi staðið fyrir árásinni.

Þetta er fyrsta sjálfsmorðsárásin í Ísrael í rúmt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×