Erlent

Níu látnir í bruna í Þýskalandi

MYND/AP

Níu manns, þar á meðal fimm börn, eru látnir eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi borginni Luwigshafen í vesturhluta Þýskalands.Tuttugu og fjórir hafa verið fluttir á spítala, þar af tveir sem eru í lífshættu.

Óljóst er hvers vegna eldur kom upp í húsinu en í því bjuggu rúmlega fimmtíu manns, flestir Tyrkir. Talið er hugsanlegt að fleiri hafi látist í brunanum en björgunarstörf ganga erfiðlega þar sem hætta er á að húsið hrynji.

Haft er eftir talsmanni slökkviliðs að tala látinna hefði getað orðið mun hærri en það vildi til happs að lögreglumenn, slökkviliðsmenn og bráðatæknar voru á karnivalhátíð skammt frá húsinu þar sem eldurinn kom upp. Gripu þeir meðal annars börn sem hent var út um glugga á efri hæðum hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×