Erlent

Spice Girls stoppa tónleikaferð sína um heiminn

Spice Girls hafa aflýst því sem eftir er af tónleikaferðalagi þeirra um heiminn. Ástæðu þessa segja Kryddpíurnar vera önnur verkefni sem hafi forgang þar á meðal fjölskyldulíf þeirra.

Því hefur verið ákveðið að tónleikar þeirra í Toronto í lok næsta mánaðar verði þeir síðustu. Því er ljóst að aðdáendur stúlknanna í borgum á borð við Bejing í Kína, Sidney í Ástralíu og Buenos Aires í Argentínu verði að bíða eftir því að sjá Spice Girls á sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×