Rúmlega 50 manns hið minnsta létust og hátt í 80 særðust í tveimur öflugum sprengingum á mörkuðum í Bagdad í morgun.
Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að fyrri sprengjan hafi sprungið laust eftir klukkan sjö að íslenskum tíma en hún var falin í fuglabúri. Sú síðari sprakk á öðrum markaði tuttugu mínútum síðar.
Ástandið í Bagdad hefur verið nokkuð gott undanfarna mánuði eftir að Bandaríkjaher skar upp herör gegn uppreisnarmönnum í borginni. Árásirnar nú eru þær blóðugustu í marga mánuði. Ekki liggur fyrir hver stóð á bak við þær.