Erlent

Lífið í Jerúsalem úr skorðum eftir blindbyl

Blindbylur sem skall á borgina Jerúsalem í Ísrael í gærdag olli því að samgöngur þar lömuðust og loka þurfti skólum, fyrirtækjum og verslunum.

Venjulega snjóar einu sinni eða tvisvar á ári í Jerúsalem en hitastigið er sjaldan það lágt eins og nú að snjórinn haldi sér.

Í gær kom í ljós að borgin er algerlega vanbúin til að takast á við vetrarveður af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×