Erlent

Lést eftir árás hundsins síns

MYND/Getty Images

Breskir lögreglumenn gerðu tilraun til að bjarga manni á fimmtugsaldri frá stjórnlausum rottweilerhundi sem réðist að manninum þar sem hann lá á götu í London. Maðurinn er talinn eigandi dýrsins. Lögreglumönnunum tókst að trufla hundinn sem hljóp í burtu eftir að fórnarlambið hafi hlotið alvarlega áverka á höfði.

Eigandi hundsins var fluttur á Royal London sjúkrahúsið þar sem hann lést af sárum sínum.

Sveit vopnaðra lögreglumanna var kölluð á staðinn til að forða því að fleiri meiddust. Hundurinn, sem lýst var sem stjórnlausum, var drepinn. Atvikið varð á New City Road í Newham í austurhluta London. Breska lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×