Innlent

Gagnrýnir stjórnsýslu borgarinnar

Menntamálaráðherra segir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í málum húsanna tveggja á Laugavegi fjögur og sex ekki hafa verið nægilega skýra og góða. Hún hvetur skipulagsyfirvöld eindregið til að vinna betur að húsafriðunarmálum í framtíðinni.

Húsafriðunarnefnd féll frá tillögu sinni í gær um friðun húsanna að Laugavegi 4 og 6 vegna kaupa Reykjavíkurborgar í því augnamiði að varðveita 19.aldar götumynd Laugavegar.

Menntamálaráðherra þurfti því ekki að taka afstöðu til friðunar húsanna og hún lýsir yfir mikilli ánægju með málalyktir.

Hún beinir því til skipulagsyfirvalda í öllum sveitarfélögum og þá sérstaklega í Reykjavík að þau vinni betur að húsafriðunarmálum í framtíðinni. Sem betur fer sé vakning varðandi menningararf Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×