Innlent

Hvaða fangar eru bestu nágrannarnir?

Afstaða, félaga fanga stóð fyrir skoðanakönnun á vef sínum þar sem spurt var hvert viðhorf fólks væri ef fyrrverandi fangi flytti í hverfið. Alls tóku 174 þátt í könnuninni sem stóð yfir í um mánuð.

60,3% þeirra sem tóku þátt sögðu viðhorfið fara eftir broti viðkomandi. 24,7% svarenda höfðu enga skoðun á því ef fyrrverandi fangi flytti í hverfið, 8,6% vildu vita af viðkomandi og 6,3% var ósáttur við að fá fyrrverandi fanga í hverfið sitt.

Í fréttatilkynningu frá félaginu vegna könnunarinnar segir að ljóst sé að fyrrverandi fangi sé ekki það sama og fyrrverandi fangi.

„Almenningur setur fyrir sig hvaða brot viðkomandi er dæmdur fyrir. Þá vaknar sú spurning hvaða brotaflokkur sé besti nágranninn og hvaða flokkur er verstur. Eflaust eru skoðanir fólks misjafnar á þessu en fangar eru eins og fólk almennt misjafnir sama hvaða brotaflokkum þeir tilheyra."

Búið er að setja inn nýja könnun sem má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×