Innlent

Nærri tvö af hverjum þremur kerjum hafa verið gangsett

MYND/GVA

Búið er að gangsetja nærri tvo þriðju af kerjum álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að seint í gær hafi tvöhundraðasta kerið verið tekið í gagnið en alls eru þau 336 talsins. Reiknað er með að gangsetningu ljúki um mánaðamótin mars/apríl.

Þegar hafa verið flutt út um 40 þúsund tonn af áli sem fara á markað í Evrópu. Þegar álverið verður komið í fullan gang mun það framleiða um 346 þúsund tonn af áli á ári og auka vöruflutninga frá landinu um nær fjórðung.

Fram kemur í tilkynningunni að verið sé að ljúka ráðningum starfsfólks í álverið en þar munu starfa liðlega 400 manns. Við gangsetninguna sjálfa starfa að auki um 200 manns frá undirverktökum og Alcoa-samsteypunni sem hverfa munu á braut þegar framleiðslan er komin á fullt skrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×