Innlent

Steig á bensíngjöf en ekki bremsu og ók á mann

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í fjóra mánuði fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot.

Maðurinn var réttindalaus á bíl á Akureyri og hugðist stöðva hann á bílastæði en steig á bensíngjöf í stað bremsu með þeim afleiðingum að hann ók á starfsmann bílaleigu og klemmdi hann upp við hús þannig að hann fótbrotnaði.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi og var sakfelldur. Með dómnum rauf hann skilorð eldri dóms og var hann því tekinn upp og dæmt í einu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×