Innlent

Guðni: Guðjón Ólafur tók Björn Inga nánast af lífi

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins.
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, fór yfir stöðu mála í flokknum á opnum fundi í Austrasalnum á Egilsstöðum í gærkvöld. Margt bar á góma en eðli málsins samkvæmt fór Guðni mörgum orðum um þær deilur sem verið hafa í kring um Björn Inga Hrafnsson undanfarið.

Héraðsfréttablaðið Austurglugginn gerir fundinum góð skil í grein sem birtist á vef blaðsins í dag. Austurglugginn hefur eftir Guðna að Guðjón Ólafur Jónsson hafi nánast tekið Björn Inga af lífi í viðtali hjá Agli Helgasyni á sunnudaginn. Þetta segir Guðni merki um breytta tíma í stjórnmálum.

Þá er haft eftir Guðna að í Framsóknarflokknum á höfuðborgarsvæðinu þurfi að hefjast annarskonar vinnubrögð.

"Það er eins og við kunnum ekki að ganga í gegnum átök eða prófkjör á því svæði. Þannig að við þurfum að fara yfir þessa stöðu verulega," hefur Austurglugginn eftir Guðna á fundinum í gær.

Ítarlega frétt Austurgluggans um fund Guðna mér lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×