Innlent

Handtóku mann og upplýstu hátt í tíu innbrot

mynd/kk

Lögreglan á Akureyri upplýsti í gær hátt í tíu innbrot þegar hún handók mann í bænum. Hann var grunaður um innbrot í leikskólann Flúðir og þrjá bíla fyrr í vikunni og við húsleit á heimili hans fannst þýfi úr innbrotunum. Þá fannst einnig þýfi úr fimm öðrum óupplýstum innbrotum frá síðasta ári auk tóla og tækja til fíkniefnaneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×