Innlent

Tími til kominn að móta norræna stefnu innan ESB

Jan-Erik Enestam, framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs segir að tími sé kominn til að móta norræna stefnu á vettvangi Evrópusambandsins.

Enestam bendir á hversu ör þróunin sé í ESB og þá möguleika og verkefni sem stækkunin hefur í för með sér fyrir Norðurlönd.

Í grein sem Enestam skrifaði í Svenska Dagbladet og Hufvudstadsbladet í gærdag segir meðal annars að Norðurlönd gætu samræmt stefnu sína hvað varðar græn- og hvítbækur ESB. Bæði þingmenn og ríkisstjórnir ættu að skoða stefnuskrár með norrænum gleraugum.

Norðurlönd eru nú þegar með samræmda stefnu í ákveðnum málefnum innan ESB, ekki síst í umhverfismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×