Innlent

Leiðrétting frá ritstjórn Vísis

Við upplýsingaöflun um fatakaup framsóknarmanna í Reykjavík í kvöld hringdi fréttamaður Vísis í mann sem kynnti sig sem Ragnar Þorgeirsson. Þegar hann var spurður hvort hann væri formaður kjördæmisráðs framsóknarmanna í Reykjavík sagði hann svo vera.

Maðurinn gaf fréttamanninum upplýsingar sem varð til þess að frétt var skrifuð um fatakaupin í þeirri trú að öruggar heimildir væru fyrir hendi. Það var ekki fyrr en um tuttugu mínútum síðar, þegar hinn rétti Ragnar Þorgeirsson gaf sig fram að í ljós kom að vísvitandi hefði verið reynt að villa um fyrir fréttamanni og lesendum Vísis. Fréttin var þá um leið tekin úr birtingu.

Ritstjórn harmar þetta og biður hlutaðeigandi aðila, sem og lesendur Vísis, afsökunar.

Maðurinn sem blekkti Vísi er 39 ára gamall alnafni Ragnars Þorgeirssonar formanns kjördæmisráðs framsóknarmanna í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×