Innlent

Guðrún Jónsdóttir valin Ljósberi ársins

Guðrún Jónsdóttir ásamt félögum úr samstarfshópnum.
Guðrún Jónsdóttir ásamt félögum úr samstarfshópnum.

Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og talskona Stígamóta, var valin Ljósberi ársins 2007. Verðlaunin eru veitt fyrir áralanga, ötula og skelegga baráttu hennar gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu hér á landi í forsvari fyrir Stígamót.

Fram kemur í frétt lögreglunnar að þátttaka Guðrúnar í alþjóðlegu samstarfi baráttuhópa sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi hafi vakið óskipta athygli og hún sýnt óskoraða forystu fyrir Íslands hönd. Að valinu á ljósbera ársins stendur sérstakur samstarfshópur en í honum eiga sæti tveir fulltrúar frá lögreglunni á höfuðborgarvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×