Innlent

Þjófur eða þjófar á ferð í borginni að degi til

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar íbúa á höfuðborgarsvæðinu við þjófi eða þjófum sem taldir eru brotist inn í nokkur íbúðarhús á svæðinu að degi til á virkum dögum meðan íbúarnir eru að heiman.

Lögregla segir að ummerki eftir innbrotin séu jafnan þau sömu; spenntur er upp opnanlegur gluggi eða bakdyr með áhaldi, einn maður fer inn, rótar í skúffum í leit að peningum, skartgripum, úrum eða öðrum verðmætum, safnar saman fartölvu, myndavél, skjávarpa eða öðrum tækjabúnaði, lætur munina í skúffu eða annað nærtækt og fer með þýfið út um dyrnar.

Brýnt er fyrir fólki að láta lögregluna vita þegar í stað ef það verður vart grunsamlegra mannferða eða ef grunsemdir vakna um tortryggilega háttsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×