Innlent

Margrét hafnar boði um fund með Ólafi

MYND/GVA

Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi F-listans, hafnaði boði Ólafs F. Magnússonar um að koma til fundar við hann í morgun.

Í samtali við fréttastofuna sagði Margrét að sér þætti boð Ólafs um fund koma heldur seint. Hún hefði sagt honum símleiðis í gær að hún væri ekki sátt við þá leið sem hann væri að fara, en hann hefði kosið að mynda meirihluta með Sjálfstæðismönnum þrátt fyrir það.

Margrét segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún fundi með Ólafi yfirleitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×