Innlent

Ólafur F. reynir við Margréti

Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, bendir á að Margrét Sverrisdóttir sé formaður menningar- og ferðamálaráðs og hann vilji sjá hana þar áfram og í öðrum nefndum sem hún situr í. Hann hafnar því að hafa farið á bak við Margréti en segir jafnframt að hún hafi ekki staðið sig í því að tryggja áhrif F-listans í nefndum og ráðum.

Ólafur segir að hann ætli að tala við Margréti síðar í dag. Þetta kom fram í spjalli sem þátturinn Í bítið á Bylgjunni átti við verðandi borgarstjóra í morgun. Ólafi finnst ekki óðelilegt að F-listinn, sem er aðeins með einn kjörinn flulltrúa í borginni fái í samstarfi, flokk sem er með sjö kjörna, borgarstjórastólinn.

Margrét hefur staðfest að hún geti ekki hugsað sér að styðja Ólaf F. eftir framkomu hans. Hún heyrði ekkert í Ólafi fyrr en um hálffjögur í gær og gerði honum ljóst að hún og Guðrún Ásmundsdóttir myndu ekki styðja nýjan meirihluta. Hún sagði að henni fyndist ábyrgðarfullt að fella meirihlutann ef hún fengi tækifæri til.

Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur segir málin hafa borið að með óvenjulegum hætti, að Ólafur skuli ekki hafa haft Margréti með í ráðum til að tryggja meirhlutann. Samstarfið verði veikt. Hann telur að atburðir þessi komi ekki til með að bæta ímynd stjórnkerfisins og stjórnmálamanna almennt.

Hægt er að husta á þáttinn á slóðinni: http://www.bylgjan.is/?PageID=1857




Fleiri fréttir

Sjá meira


×