Innlent

Farsakenndur dagur

"Þessi dagur hefur einkennst af vantrú og er eiginlega hálfgerður farsi...," sagði Dagur B. Eggertsson fráfarandi borgarstjóri í samtali við Stöð 2 nú rétt í þessu. Hann sagði að slit Ólafs F. Magnússonar væru án pólitíks aðdraganda. Hann hefði verið í daglegum samskiptum við Ólaf undanfarna mánuði og aldrei á þeim tíma hafi komið upp ágreiningur.

Aðspurður hvort hann liti á gjörning Ólafs sem svik svaraði Dagur því til að hann ætti því ekki að venjast að fólk sem væri í jafn nánu sambandi og þeir tveir segði honum ósatt.

Blaðamannafundur nýs meirihluta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×