Innlent

Komust ekki á miðpunkt Íslands

Ferðahópurinn sem hugðist merkja miðju Íslands í gær komst aldrei á miðpunktinn og sneri við vegna ófærðar norðan Hofsjökuls þegar tíu kílómetrar voru eftir. Ferðaklúbburinn 4x4 stóð fyrir leiðangrinum og var ætlunin að vígja stuðlabergssúlu á miðpunktinum. Að sögn Barböru Ólafsdóttur, gjaldkera Ferðaklúbbsins, reyndist vera meiri snjór á þessum slóðum en verið hefur í mörg ár. Um áttatíu manns tóku þátt í leiðangrinum á um þrjátíu jeppum og komst hópurinn ekki til byggða fyrr en í morgun. Meðal leiðangursmanna voru alþingismennirnir Siv Friðleifsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Rætt er um að gera aðra tilraun í kringum 10. mars næstkomandi en þá fagnar Ferðaklúbburinn 4x4 sínu 25 ára afmæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×