Innlent

Búast við að 70 prósent nýti sér Frístundakort á árinu

MYND/Stöð 2

Rúmlega tíu þúsund börn nýttu sér styrk í gegnum hið svokallaða Frístundakort hjá borginni á síðasta hausti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþrótta- og tómstundaráði.

Þar segir enn fremur að það séu um 53 prósent barna á aldrinum 6-18 ára sem eiga lögheimili í Reykjavík. Alls gerði ÍTR samninga við 105 félög um aðild að Frístundakortinu en það tryggir hverju barni styrk til frístunda. Styrkurinn nam 12.500 krónum í fyrra en sú upphæð hækkaði í 25 þúsund krónur nú um áramótin. Áætlanir ÍTR gera ráð fyrir að 70 prósent barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára nýti sér Frístundakortið á þessu ári.

Í tilkynningu ÍTR segir að nokkrar ábendingar hafi borist frá foreldrum um hækkanir hjá félögunum og í langflestum tilvikum hafa verið eðlilegar skýringar á gjaldskrárhækkunum. Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar árið 2008 er gert ráð fyrir því að um 400 milljónir króna fari í þennan lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×