Innlent

Þjófar handteknir á Laugavegi

Tveir karlar á fertugsaldri voru handteknir á Laugavegi í morgun en þeir stálu peningaveski frá starfsmanni fyrirtækis við sömu götu. Það var skömmu fyrir ellefu sem lögreglu barst tilkynning um þjófnaðinn og brást hún skjótt við og fann mennina í nærliggjandi verslun. Veskið kom sömuleiðis í leitirnar og reyndust greiðslukort og peningar ennþá á sínum stað. Veskinu var komið aftur í réttar hendur en þjófarnir voru færðir í fangageymslu. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×