Innlent

Geðhjálp óskar eftir aðalstjórnarfundi í ÖBÍ

Sveinn Magnússon er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Sveinn Magnússon er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Fulltrúi Geðhjálpar i stjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur farið fram á að aðalstjórnarfundur verði haldinn hjá sambandinu. Á fundinum verði farið yfir þá stöðu mála sem komin er upp hjá félaginu og hefur meðal annars leitt til þess að Sigursteinn Másson sagði af sér formennsku í Öryrkjabandalaginu.

Fullyrt hefur verið að Geðhjálp, sem Sigursteinn Másson er aðili að, hyggist segja sig úr Öryrkjabandalaginu. „Þessar sögusagnir eru algerlega úr lausu lofti gripnar," segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir aðalmálið að leysa þann ágreining sem upp hefur komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×