Bobby leitaði skjóls í búðinni hjá Braga 18. janúar 2008 12:34 Bragi Kristjónsson, bóksali. MYND/Heiða „Ég var einmitt að leggja til hliðar bækur til að láta hann fá þegar ég heyrði fréttirnar," segir Bragi Kristjónsson bóksali, en Bobby Fischer var fastagestur í búðinni hans á Klapparstígnum. „Hann hafði mest gaman af gömlum amerískum teiknimyndasögum og hló mikið þegar hann las þær." Bragi segir að einnig hafi hann leitað í sögur af mönnum sem hrakist hefðu frá löndum sínum enda má segja að Bobby hafi verið í slíkri stöðu sjálfur. „Hann spáði líka mikið í skákina þótt hann vildi ekki viðurkenna það og þegar hingað slæddust rússneskar bækur um skák þá var hann fljótur að kaupa þær," segir Bragi og bætir því við að hann hafi talað og lesið rússnesku reiprennandi. „Hann sýndi íslenskunni hins vegar engan áhuga enda tala allir ensku hér. Hann spjallaði oft við krakka hérna fyrir utan og þau voru í engum vandræðum með enskuna." Að sögn Braga átti Bobby það jafnvel til að tefla við krakka fyrir utan búðina. Bobby fór strax að venja komur sínar í búðina til Braga eftir að hann komst hingað til lands. „Hann leit á búðina sem ákveðið skjól fyrir umhverfinu. Sérstaklega fyrst eftir að hann kom hingað voru erlendar sjónvarpsstöðvar með tökulið hér að leita að honum. Ég man til dæmis eftir rússneskri stöð sem mætti hingað með fimm tökumenn. Þeir höfðu frétt af því að hann væri oft hér í búðinni og þeir biðu hér fyrir utan dögum saman í von um að hann léti sjá sig!" Að sögn Braga fann Fischer sig vel innan um bókastaflana. „Hann var svo rólegur hérna inni að stundum sofnaði hann yfir bókunum og svaf tímunum saman. Hann hjálpaði mér líka stundum við að koma lagi á bókastaflana sem hér eru út um allt. Fischer var auðvitað ekki alveg af sama tagi og annað fólk," segir Bragi. „Hann var dálítið mikið með það á heilanum að hann væri útlagi og ofsóttur af Bandaríkjamönnum, en auðvitað meðferðin af hálfu Bandaríkjanna á honum til háborinnar skammar." „Bobby var auðvitað brilljant maður á sinn hátt og sem betur fer eru ekki allir eins," segir Bragi og bætir við að það hafi verið mikið gæfuspor hjá Davíð Oddsyni þegar hann beitti sér fyrir því að fá Bobby hingað til lands. „Margt gerði nú Davíð gott en þetta er nú með því besta. Það er svo sérstök tilviljun að hann skuli deyja á afmælisdegi Davíðs," segir hann. Bobby var afskaplega geðgóður þrátt fyrir sérviskuna að sögn Braga. „Þeir voru margir sem komu hingað með bækur fyrir Fischer til að árita en hann tók þeim umleitunum alltaf vel og áritaði bækurnar með bros á vör." Tengdar fréttir Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. 18. janúar 2008 11:54 Hver var Bobby Fischer? Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið. 18. janúar 2008 11:31 Bobby kom Íslandi á kortið Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." 18. janúar 2008 11:32 Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
„Ég var einmitt að leggja til hliðar bækur til að láta hann fá þegar ég heyrði fréttirnar," segir Bragi Kristjónsson bóksali, en Bobby Fischer var fastagestur í búðinni hans á Klapparstígnum. „Hann hafði mest gaman af gömlum amerískum teiknimyndasögum og hló mikið þegar hann las þær." Bragi segir að einnig hafi hann leitað í sögur af mönnum sem hrakist hefðu frá löndum sínum enda má segja að Bobby hafi verið í slíkri stöðu sjálfur. „Hann spáði líka mikið í skákina þótt hann vildi ekki viðurkenna það og þegar hingað slæddust rússneskar bækur um skák þá var hann fljótur að kaupa þær," segir Bragi og bætir því við að hann hafi talað og lesið rússnesku reiprennandi. „Hann sýndi íslenskunni hins vegar engan áhuga enda tala allir ensku hér. Hann spjallaði oft við krakka hérna fyrir utan og þau voru í engum vandræðum með enskuna." Að sögn Braga átti Bobby það jafnvel til að tefla við krakka fyrir utan búðina. Bobby fór strax að venja komur sínar í búðina til Braga eftir að hann komst hingað til lands. „Hann leit á búðina sem ákveðið skjól fyrir umhverfinu. Sérstaklega fyrst eftir að hann kom hingað voru erlendar sjónvarpsstöðvar með tökulið hér að leita að honum. Ég man til dæmis eftir rússneskri stöð sem mætti hingað með fimm tökumenn. Þeir höfðu frétt af því að hann væri oft hér í búðinni og þeir biðu hér fyrir utan dögum saman í von um að hann léti sjá sig!" Að sögn Braga fann Fischer sig vel innan um bókastaflana. „Hann var svo rólegur hérna inni að stundum sofnaði hann yfir bókunum og svaf tímunum saman. Hann hjálpaði mér líka stundum við að koma lagi á bókastaflana sem hér eru út um allt. Fischer var auðvitað ekki alveg af sama tagi og annað fólk," segir Bragi. „Hann var dálítið mikið með það á heilanum að hann væri útlagi og ofsóttur af Bandaríkjamönnum, en auðvitað meðferðin af hálfu Bandaríkjanna á honum til háborinnar skammar." „Bobby var auðvitað brilljant maður á sinn hátt og sem betur fer eru ekki allir eins," segir Bragi og bætir við að það hafi verið mikið gæfuspor hjá Davíð Oddsyni þegar hann beitti sér fyrir því að fá Bobby hingað til lands. „Margt gerði nú Davíð gott en þetta er nú með því besta. Það er svo sérstök tilviljun að hann skuli deyja á afmælisdegi Davíðs," segir hann. Bobby var afskaplega geðgóður þrátt fyrir sérviskuna að sögn Braga. „Þeir voru margir sem komu hingað með bækur fyrir Fischer til að árita en hann tók þeim umleitunum alltaf vel og áritaði bækurnar með bros á vör."
Tengdar fréttir Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. 18. janúar 2008 11:54 Hver var Bobby Fischer? Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið. 18. janúar 2008 11:31 Bobby kom Íslandi á kortið Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." 18. janúar 2008 11:32 Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. 18. janúar 2008 11:54
Hver var Bobby Fischer? Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið. 18. janúar 2008 11:31
Bobby kom Íslandi á kortið Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." 18. janúar 2008 11:32
Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23
Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57
Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20