Innlent

Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær.

„Hann var almesti skáksnillingur sögunnar og bar höfuð og herðar yfir alla aðra skákmenn," segir Guðfríður Lilja. Hún segir að bilið á milli hans og næstu manna hafi verið alveg ótrúlegt. „Fólk stóð alveg á öndinni yfir því hvernig hann tefldi," segir Guðfríður. Hún segir að fólk geri sér ekki grein fyrir því í dag hversu stórkostlegur atburður skákeinvígi Fischers og Spasskýs var.

„Uppgjörið á milli Spasskýs og Fischers kristallaði í raun kalda stríðið," segir Guðfríður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×