Bobby kom Íslandi á kortið 18. janúar 2008 11:32 Einar S. Einarsson. Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." Að sögn Einars verður dánarorsök Fischers ekki gefin upp að svo stöddu. Vinkona hans, Miyoko Watai, var í heimsókn hjá honum yfir áramótin og hún er nýfarin af landi brott. Einar sagði að verið væri að ná sambandi við hana til þess að segja henni fréttirnar og þangað til yrði ekki nánar greint frá andláti Fischers. „Það voru ákveðnir hlutir sem höfðu verið að hrjá hann en þetta bar mjög fljótt að og var óvænt," segir Einar. „Ég kynntist honum ekki neitt fyrr en við hófum baráttuna fyrir því að frelsa hann úr þessari dýflissu í Japan," segir Einar. „Hann var séní og hann sagði mér nú einu sinni að það hefði bara verið tilviljun að hann lagði skákina fyrir sig en ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann einfaldlega verið séní á einhverju öðru sviði," segir Einar. „Hann lét vel af landi og þjóð," segir Einar aðspurður hvernig Fischer hefði látið af dvöl sinni hér á landi. „Hann var náttúrrulega á sinn hátt innilokaður hér á íslandi. Það var vitað að Bandaríkjamenn höfðu lýst eftir honum og talið hann óæskilegan. Hann hefði gjarnan viljað ferðast út fyrir landsteinana og honum fannst hann vera innikróaður hérna en þrátt fyrir það lét hann alltaf vel af dvöl sinni hér og kynnum sínum af landsmönnum," segir Einar S. Einarsson, formaður RJF hópsins. Tengdar fréttir Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." Að sögn Einars verður dánarorsök Fischers ekki gefin upp að svo stöddu. Vinkona hans, Miyoko Watai, var í heimsókn hjá honum yfir áramótin og hún er nýfarin af landi brott. Einar sagði að verið væri að ná sambandi við hana til þess að segja henni fréttirnar og þangað til yrði ekki nánar greint frá andláti Fischers. „Það voru ákveðnir hlutir sem höfðu verið að hrjá hann en þetta bar mjög fljótt að og var óvænt," segir Einar. „Ég kynntist honum ekki neitt fyrr en við hófum baráttuna fyrir því að frelsa hann úr þessari dýflissu í Japan," segir Einar. „Hann var séní og hann sagði mér nú einu sinni að það hefði bara verið tilviljun að hann lagði skákina fyrir sig en ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann einfaldlega verið séní á einhverju öðru sviði," segir Einar. „Hann lét vel af landi og þjóð," segir Einar aðspurður hvernig Fischer hefði látið af dvöl sinni hér á landi. „Hann var náttúrrulega á sinn hátt innilokaður hér á íslandi. Það var vitað að Bandaríkjamenn höfðu lýst eftir honum og talið hann óæskilegan. Hann hefði gjarnan viljað ferðast út fyrir landsteinana og honum fannst hann vera innikróaður hérna en þrátt fyrir það lét hann alltaf vel af dvöl sinni hér og kynnum sínum af landsmönnum," segir Einar S. Einarsson, formaður RJF hópsins.
Tengdar fréttir Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23
Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57
Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20