Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer 18. janúar 2008 11:54 Friðrik Ólafsson segir sorglegt að einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar sé fallinn frá. MYND/Stefán Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. „Maður er hálfsleginn en hann var búinn að veikur undanfarið ár og þau veikindi voru það alvarleg að honum tókst ekki að vinna bug á þeim," segir Friðrik. Leiðir Fischers og Friðriks lágu fyrst saman á millisvæðaskákmóti í gömlu Júgóslavíu. „Þá var Fischer 15 ára og ég 22. Hann hafði orðið skákmeistari Bandaríkjanna árið áður, aðeins 14 ára gamall," segir Friðrik. „Það má segja að við höfum fylgst að á sjötta og sjöunda áratugnum og ég gat fylgst vel með hans framförum sem voru stórstígar og glæsilegar. Við vorum báðir að reyna að verða heimsmeistarar og ég fékk að kenna annað slagið á snilli hans," segir Friðrik en segir aðspurður að honum hafi tvisvar tekist að leggja Fischer. Einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar Aðspurður um áhrif Fischers á skákheiminn segir Friðrik að þau hafi verið gífurleg. „Menn telja hann vera einn af höfuðsnillingum skáksögunnar en svo er það spurning hvort hann hafi verið sá allra besti. Í mínum huga er óhætt að segja að hann hafi verið það," segir Friðrik. Hann segir að Fischer hafi tekið mestum framförum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Svo vinnur hann sér áskorunarrétt gegn Spasskí árið 1971 og endapunkturinn á því var hið glæsilega einvígi þeirra á Íslandi árið 1972. Ég tel að Íslendingar geti verið hreyknir af því hafa haldið það einvígi og orðið vitni að hans glæsilegu frammistöðu," segir Friðrik. Friðrik segir að samband hans við Fischer hafi rofnað eftir að hann varð heimsmeistari. „Þá dró hann sig í hlé og hætti að tefla. Það náðist ekki saman með honum og Karpov um einvígi árið 1975 þannig að Karpov varð heimsmeistari án þess að tefla" segir Friðrik. Friðrik segist svo hafa hitt Fischer af og til eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Hins vegar hafi Fischer glímt við erfið veikindi undanfarið ár og hann sé hálfsleginn yfir fráfalli hans. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. „Maður er hálfsleginn en hann var búinn að veikur undanfarið ár og þau veikindi voru það alvarleg að honum tókst ekki að vinna bug á þeim," segir Friðrik. Leiðir Fischers og Friðriks lágu fyrst saman á millisvæðaskákmóti í gömlu Júgóslavíu. „Þá var Fischer 15 ára og ég 22. Hann hafði orðið skákmeistari Bandaríkjanna árið áður, aðeins 14 ára gamall," segir Friðrik. „Það má segja að við höfum fylgst að á sjötta og sjöunda áratugnum og ég gat fylgst vel með hans framförum sem voru stórstígar og glæsilegar. Við vorum báðir að reyna að verða heimsmeistarar og ég fékk að kenna annað slagið á snilli hans," segir Friðrik en segir aðspurður að honum hafi tvisvar tekist að leggja Fischer. Einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar Aðspurður um áhrif Fischers á skákheiminn segir Friðrik að þau hafi verið gífurleg. „Menn telja hann vera einn af höfuðsnillingum skáksögunnar en svo er það spurning hvort hann hafi verið sá allra besti. Í mínum huga er óhætt að segja að hann hafi verið það," segir Friðrik. Hann segir að Fischer hafi tekið mestum framförum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Svo vinnur hann sér áskorunarrétt gegn Spasskí árið 1971 og endapunkturinn á því var hið glæsilega einvígi þeirra á Íslandi árið 1972. Ég tel að Íslendingar geti verið hreyknir af því hafa haldið það einvígi og orðið vitni að hans glæsilegu frammistöðu," segir Friðrik. Friðrik segir að samband hans við Fischer hafi rofnað eftir að hann varð heimsmeistari. „Þá dró hann sig í hlé og hætti að tefla. Það náðist ekki saman með honum og Karpov um einvígi árið 1975 þannig að Karpov varð heimsmeistari án þess að tefla" segir Friðrik. Friðrik segist svo hafa hitt Fischer af og til eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Hins vegar hafi Fischer glímt við erfið veikindi undanfarið ár og hann sé hálfsleginn yfir fráfalli hans.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira