Innlent

Húsleitin ekki tengd Vegas heldur spilavíti á fjórðu hæð

Davíð Steingrímsson eigandi Vegas á Frakkastíg segir að húsleit nær tuttugu lögreglumanna tengist staðnum ekki. Lögreglan var að uppræta ólöglegt spilavíti sem rekið var á fjórðu hæð hússins.

"Þeir komu að vísu inn á Vegas með tvo fíkniefnahunda en það var eingöngu vegna þess að við erum með sameiginlegan neyðarútgang við efri hæðir hússins og þeir voru að leita að fíkniefnum í öllu húsinu," segir Davíð.

Hann segir ennfremur að ekkert tengt fjárhættuspili hafi verið á Vegas. Slíkt hefði allt fundist á fjórðu hæð hússins þar sem hið ólöglega spilavíti var rekið.

Vísir hefur heimildir fyrir því að fíkniefnaleitin hafi verið framkvæmd þar sem Litháarnir fimm sem nýlega réðust á fíkniefnalögreglumenn eru búsettir á fjórðu hæð hússins, við hliðina á hinu ólöglega spilavíti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×