Enski boltinn

Beckham elskar Arsenal

Beckham á æfingu með Cesc Fabregas hjá Arsenal
Beckham á æfingu með Cesc Fabregas hjá Arsenal Mynd/Netið

Arsene Wenger segist vilja gera allt sem í hans valdi stendur til að æfingasvæði Arsenal breytist ekki í sirkus í kjölfar þess að David Beckham er nú við æfingar hjá félaginu.

"Við erum að hjálpa David við að komast í form og langar að gera það með eins litlu umstangi og hægt er. Ég vil ekki flækja einfaldan hlut og það er engin ástæða til að gera einhvern sirkus úr þessu," sagði Wenger. Hann segir Beckham hafa miklar mætur á Arsenal.

"Við erum í góðri aðstöðu til að halda hlutunum sæmilega leyndum hérna á æfingasvæðinu þar sem við erum með speglarúður í öllum gluggum. Beckham býr hérna skammt frá og hefur alltaf elskað Arsenal. Þess vegna erum við að hjálpa honum," sagði Wenger.

Hinn 32 ára gamli Beckham býr í aðeins 15 mínútna fjarlægð frá æfingasvæði Arsenal þar sem hann er nú að reyna að koma sér í form fyrir æfingaleik Englendinga og Svisslendinga í næsta mánuði - þar sem hann mun væntanlega spila sinn 100. landsleik á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×