Enski boltinn

Lærir ensku í fjóra tíma á dag

AFP

Nú styttist í að Fabio Capello taki formlega til starfa sem landsliðsþjálfari Englendinga, en fyrsti leikur hans með liðið er æfingaleikur við Svisslendinga á Wembley þann 6. næsta mánaðar.

News of the World segir í dag frá mjög ströngum undirbúningi þjálfarans frir starfið og segir hann hafa verið í enskunámi í fjóra klukkutíma á hverjum degi á heimili sínu í grennd við Genf.

Capello ætlar að vera mjög duglegur að mæta á leiki og áætlar að sjá eina fjóra á viku, auk þess sem hann ætlar að vera fljótur að kynnast öllum stjórunum í úrvalsdeildinni.

Þegar hann verður búinn að koma sér fyrir á skrifstofu sinni mun hann ætla að finna sér hús með konu sinni en enskunámið stundar hann áfram í tvo tíma á dag.

Capello ætlar nefnilega að halda fyrstu ræðu sína fyrir leikmennina á ensku og vill ekki sjá að nota túlka þegar að því kemur.

Mikið hefur verið rætt um það hvort þjálfarinn sé með David Beckham inni í myndinni, en að sögn News of the World er það nær öruggt að hann láti Beckham bera fyrirliðabandið í sínum 100. landsleik gegn Sviss í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×