Erlent

Fjöldamótmæli boðuð í Georgíu

Mikhail Saakashvili
Mikhail Saakashvili

Stjórnarandstaðan í Georgíu hefur boðað til fjöldamótmæla á morgun vegna þess sem hún kallar "falsaðra" niðurstaðna nýafstaðinna forsetakosninga. Mótmælin eiga að fara fram klukkan 14:00 að staðartíma á morgun.

Það er leiðtogi stjórnarandstöðunnar Levan Gachechiladze sem boðað hefur til mótmælanna.

"Saakashvili lýgur," sagði Gachechiladze við blaðamenn skömmu eftir að niðurstöður útgönguspáa sýndu Mikhail Saakashvili með meira en 52% atkvæða.

"Þessar niðurstöður eru falsaðaðar," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×