Erlent

Brjóstastækkun kostaði hermann starfið

Alessija er stolt af barminum.
Alessija er stolt af barminum. MYND/Getty Images

Kvenkyns hermaður í Þýskalandi hefur áfrýjað ákvörðun yfirmanna hennar um að vísa henni úr hernum vegna þess að hún fór í brjóstastækkun. Alessija Dorfmann sagði að það hefði alltaf verið draumur hennar að vera vel vaxinn hermaður, en nú hafi brjóstin af D stærð kostað hana starfið.

„Ég gat ekki hætt að gráta þegar þeir sögðu mér frá því," sagði hún í viðtali við Ananova fréttastofuna. Hún hafi viljað vinna sem herlæknir og bjarga mannslífum.

Harald Kammerbauer talsmaður hersins segir að yfirmenn hans hafi heitið því að endurskoða ákvörðunina. Reglan sé tilkomin vegna aukinnar hættu á meiðslum. Hún sé í endurskoðun. „Reglan var sett fyrir meira en áratug síðan og það má vera að hún eigi ekki við í nútímaher. Í framtíðinni verðum við kannski tilbúin að gera undantekningar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×