Vill reisa jarðhýsi og bílskúr við Esjuberg 9. apríl 2008 05:00 Þingholtsstræti 29a. Húsið reisulega sem byggt var árið 1916 og nú er verið að endurnýja og stækka með viðbyggingu við norðurgaflinn vinstra megin á myndinni. Fréttablaðið/Vilhelm Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hyggst reisa viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara og bílskúr við hús sitt á Þingholtsstræti 29a. Samkvæmt uppdráttum arkitektastofunnar Argosar verður nýja byggingin í líkum stíl og gamla húsið sem byggt var árið 1916. Á efri hæðinni verður bílskúr með anddyri. Þar fyrir ofan verður bílastæði með aðkomu frá Grundarstíg. Undir bílskúrnum og bílastæðinu verður stórt rými með heitum potti, gufubaði, búningsherbergjum og þvottahúsi. Innangengt verður frá báðum hæðum nýju byggingarinnar í gamla húsið. Eins og fram kom í viðtali við Ingunni í Fréttablaðinu fyrir tveimur mánuðum þarfnaðist Þingholtsstræti 29a mikils viðhalds utan sem innan. Hún hefur hins vegar verið að láta taka húsið í gegn hátt og lágt og hyggst standsetja það sem fjölskylduhús. Í húsinu voru lengst af höfuðstöðvar Borgarbókasafns Reykjavíkur, allt frá árinu 1952 til ársins 2000. Síðast bjó þar norski listmálarinn Odd Nerdrum, sem seldi Ingunni húsið í fyrra. Erindi Ingunnar var tekið fyrir á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Spurðist Argos fyrir hönd Ingunnnar fyrir um það hvort henni yrði heimilað að reisa umrædda viðbyggingu. „Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst,“ segir í afgreiðslu skipulagsfulltrúa. Þingholtstræti 29a er sögufrægt hús og ein þeirra bygginga í miðbæ Reykjavíkur sem mestan svip setja á umhverfi sitt. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá Argos, játar því að viðbúið sé að margir muni láta sig útlit viðbyggingarinnar varða. „Yfirbragðið verður það sama og í gamla húsinu, til dæmis verður kopar á þaki,“ segir Stefán, sem ekki væntir andstöðu við áformin. „Þetta verður nú ekki fyrir viðbyggingu að sjá. Ofanjarðar er þetta fyrst og fremst bílskúr. Þetta verður voðalega lítið áberandi en bætir fyrst og fremst aðstöðuna í húsinu.“ Hús og heimili Tengdar fréttir Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30 Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hyggst reisa viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara og bílskúr við hús sitt á Þingholtsstræti 29a. Samkvæmt uppdráttum arkitektastofunnar Argosar verður nýja byggingin í líkum stíl og gamla húsið sem byggt var árið 1916. Á efri hæðinni verður bílskúr með anddyri. Þar fyrir ofan verður bílastæði með aðkomu frá Grundarstíg. Undir bílskúrnum og bílastæðinu verður stórt rými með heitum potti, gufubaði, búningsherbergjum og þvottahúsi. Innangengt verður frá báðum hæðum nýju byggingarinnar í gamla húsið. Eins og fram kom í viðtali við Ingunni í Fréttablaðinu fyrir tveimur mánuðum þarfnaðist Þingholtsstræti 29a mikils viðhalds utan sem innan. Hún hefur hins vegar verið að láta taka húsið í gegn hátt og lágt og hyggst standsetja það sem fjölskylduhús. Í húsinu voru lengst af höfuðstöðvar Borgarbókasafns Reykjavíkur, allt frá árinu 1952 til ársins 2000. Síðast bjó þar norski listmálarinn Odd Nerdrum, sem seldi Ingunni húsið í fyrra. Erindi Ingunnar var tekið fyrir á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Spurðist Argos fyrir hönd Ingunnnar fyrir um það hvort henni yrði heimilað að reisa umrædda viðbyggingu. „Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst,“ segir í afgreiðslu skipulagsfulltrúa. Þingholtstræti 29a er sögufrægt hús og ein þeirra bygginga í miðbæ Reykjavíkur sem mestan svip setja á umhverfi sitt. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá Argos, játar því að viðbúið sé að margir muni láta sig útlit viðbyggingarinnar varða. „Yfirbragðið verður það sama og í gamla húsinu, til dæmis verður kopar á þaki,“ segir Stefán, sem ekki væntir andstöðu við áformin. „Þetta verður nú ekki fyrir viðbyggingu að sjá. Ofanjarðar er þetta fyrst og fremst bílskúr. Þetta verður voðalega lítið áberandi en bætir fyrst og fremst aðstöðuna í húsinu.“
Hús og heimili Tengdar fréttir Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30 Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30
Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30