Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður 11. nóvember 2008 08:26 Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum tölvubréf í gærkvöld með þeim fyrirmælum að senda bréfið fjölmiðlamönnum undir nafnleynd en sendi óvart tölvubréfið á alla fjölmiðla. Í harðorðu bréfinu, sem fylgir tölvupóstinum og undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er alveg undrandi," sagði Valgerður þegar hún var innt eftir viðbrögðum við bréfinu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er náttúrulega forkastanlegt og eitthvað það ljótasta sem ég hef séð á mínum ferli sem þingmaður," sagði Valgerður enn fremur. Hún sagðist hafa fengið mikil viðbrögð frá flokksmönnum í gærkvöldi sem væru eyðilagðir yfir þessum vinnubrögðum Bjarna. Sagði Valgerður að haldnir yrðu fundir í stofnunum flokksins vegna málsins á næstu dögum og von væri á ályktunum vegna þessa. Aðspurð um stöðu Bjarna sagði Valgerður að hún væri mjög erfið og hann hlyti að gera sér grein fyrir að þessu væri lokið hjá honum. Aðspurð sagðist hún þó ekki myndu krefjast þess að að hann segði af sér þingmennsku en hún vildi höfða til samvisku Bjarna. Það myndu berast ályktanir sem yrðu á þá lund. Vísað var til bréfsins sem framsóknarmennirnir tveir sendu Valgerði. Þar var hún gagnrýndi fyrir að tala niður krónuna og fyrir að fara gegn formanninum Guðna Ágústssyni. Valgerður sagðist ekki vita hvert mennirnir væru að fara varðandi yfirlýsingar um formanninn en hún hefði hins vegar löngu gert sér grein fyrir að íslenska króna væri ekki framtíðargjaldmiðill. Það hefði hún sagt fyrir um þremur árum. Hún sagði enn fremur að það væri mismunandi skoðanir innan Framsóknarflokksins í Evrópumálum en menn gætu ekkert afsakað sig með því. Aðspurð hvaða tilgangur væri á bak við þetta hjá Bjarna sagði Valgerður rétt að hann svaraði því. Hann ætlaði líklega að ná sér niður á henni „og koma mér í vandræði en ég hef nú marga fjöruna sopið um dagana," sagði Valgerður. Tengdar fréttir Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum tölvubréf í gærkvöld með þeim fyrirmælum að senda bréfið fjölmiðlamönnum undir nafnleynd en sendi óvart tölvubréfið á alla fjölmiðla. Í harðorðu bréfinu, sem fylgir tölvupóstinum og undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er alveg undrandi," sagði Valgerður þegar hún var innt eftir viðbrögðum við bréfinu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er náttúrulega forkastanlegt og eitthvað það ljótasta sem ég hef séð á mínum ferli sem þingmaður," sagði Valgerður enn fremur. Hún sagðist hafa fengið mikil viðbrögð frá flokksmönnum í gærkvöldi sem væru eyðilagðir yfir þessum vinnubrögðum Bjarna. Sagði Valgerður að haldnir yrðu fundir í stofnunum flokksins vegna málsins á næstu dögum og von væri á ályktunum vegna þessa. Aðspurð um stöðu Bjarna sagði Valgerður að hún væri mjög erfið og hann hlyti að gera sér grein fyrir að þessu væri lokið hjá honum. Aðspurð sagðist hún þó ekki myndu krefjast þess að að hann segði af sér þingmennsku en hún vildi höfða til samvisku Bjarna. Það myndu berast ályktanir sem yrðu á þá lund. Vísað var til bréfsins sem framsóknarmennirnir tveir sendu Valgerði. Þar var hún gagnrýndi fyrir að tala niður krónuna og fyrir að fara gegn formanninum Guðna Ágústssyni. Valgerður sagðist ekki vita hvert mennirnir væru að fara varðandi yfirlýsingar um formanninn en hún hefði hins vegar löngu gert sér grein fyrir að íslenska króna væri ekki framtíðargjaldmiðill. Það hefði hún sagt fyrir um þremur árum. Hún sagði enn fremur að það væri mismunandi skoðanir innan Framsóknarflokksins í Evrópumálum en menn gætu ekkert afsakað sig með því. Aðspurð hvaða tilgangur væri á bak við þetta hjá Bjarna sagði Valgerður rétt að hann svaraði því. Hann ætlaði líklega að ná sér niður á henni „og koma mér í vandræði en ég hef nú marga fjöruna sopið um dagana," sagði Valgerður.
Tengdar fréttir Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15