Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður 11. nóvember 2008 08:26 Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum tölvubréf í gærkvöld með þeim fyrirmælum að senda bréfið fjölmiðlamönnum undir nafnleynd en sendi óvart tölvubréfið á alla fjölmiðla. Í harðorðu bréfinu, sem fylgir tölvupóstinum og undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er alveg undrandi," sagði Valgerður þegar hún var innt eftir viðbrögðum við bréfinu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er náttúrulega forkastanlegt og eitthvað það ljótasta sem ég hef séð á mínum ferli sem þingmaður," sagði Valgerður enn fremur. Hún sagðist hafa fengið mikil viðbrögð frá flokksmönnum í gærkvöldi sem væru eyðilagðir yfir þessum vinnubrögðum Bjarna. Sagði Valgerður að haldnir yrðu fundir í stofnunum flokksins vegna málsins á næstu dögum og von væri á ályktunum vegna þessa. Aðspurð um stöðu Bjarna sagði Valgerður að hún væri mjög erfið og hann hlyti að gera sér grein fyrir að þessu væri lokið hjá honum. Aðspurð sagðist hún þó ekki myndu krefjast þess að að hann segði af sér þingmennsku en hún vildi höfða til samvisku Bjarna. Það myndu berast ályktanir sem yrðu á þá lund. Vísað var til bréfsins sem framsóknarmennirnir tveir sendu Valgerði. Þar var hún gagnrýndi fyrir að tala niður krónuna og fyrir að fara gegn formanninum Guðna Ágústssyni. Valgerður sagðist ekki vita hvert mennirnir væru að fara varðandi yfirlýsingar um formanninn en hún hefði hins vegar löngu gert sér grein fyrir að íslenska króna væri ekki framtíðargjaldmiðill. Það hefði hún sagt fyrir um þremur árum. Hún sagði enn fremur að það væri mismunandi skoðanir innan Framsóknarflokksins í Evrópumálum en menn gætu ekkert afsakað sig með því. Aðspurð hvaða tilgangur væri á bak við þetta hjá Bjarna sagði Valgerður rétt að hann svaraði því. Hann ætlaði líklega að ná sér niður á henni „og koma mér í vandræði en ég hef nú marga fjöruna sopið um dagana," sagði Valgerður. Tengdar fréttir Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum tölvubréf í gærkvöld með þeim fyrirmælum að senda bréfið fjölmiðlamönnum undir nafnleynd en sendi óvart tölvubréfið á alla fjölmiðla. Í harðorðu bréfinu, sem fylgir tölvupóstinum og undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er alveg undrandi," sagði Valgerður þegar hún var innt eftir viðbrögðum við bréfinu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er náttúrulega forkastanlegt og eitthvað það ljótasta sem ég hef séð á mínum ferli sem þingmaður," sagði Valgerður enn fremur. Hún sagðist hafa fengið mikil viðbrögð frá flokksmönnum í gærkvöldi sem væru eyðilagðir yfir þessum vinnubrögðum Bjarna. Sagði Valgerður að haldnir yrðu fundir í stofnunum flokksins vegna málsins á næstu dögum og von væri á ályktunum vegna þessa. Aðspurð um stöðu Bjarna sagði Valgerður að hún væri mjög erfið og hann hlyti að gera sér grein fyrir að þessu væri lokið hjá honum. Aðspurð sagðist hún þó ekki myndu krefjast þess að að hann segði af sér þingmennsku en hún vildi höfða til samvisku Bjarna. Það myndu berast ályktanir sem yrðu á þá lund. Vísað var til bréfsins sem framsóknarmennirnir tveir sendu Valgerði. Þar var hún gagnrýndi fyrir að tala niður krónuna og fyrir að fara gegn formanninum Guðna Ágústssyni. Valgerður sagðist ekki vita hvert mennirnir væru að fara varðandi yfirlýsingar um formanninn en hún hefði hins vegar löngu gert sér grein fyrir að íslenska króna væri ekki framtíðargjaldmiðill. Það hefði hún sagt fyrir um þremur árum. Hún sagði enn fremur að það væri mismunandi skoðanir innan Framsóknarflokksins í Evrópumálum en menn gætu ekkert afsakað sig með því. Aðspurð hvaða tilgangur væri á bak við þetta hjá Bjarna sagði Valgerður rétt að hann svaraði því. Hann ætlaði líklega að ná sér niður á henni „og koma mér í vandræði en ég hef nú marga fjöruna sopið um dagana," sagði Valgerður.
Tengdar fréttir Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15