Aldrei skal hlaupa undan ísbirni 18. júní 2008 18:40 Sjaldgæft er að ísbirnir drepi menn og eru slík tilvik í heiminum á síðasta áratug teljandi á fingrum annarrar handar. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum í Norður-Kanada í vor þar sem hann kynnti sér leiðbeiningar um hvað menn eigi að gera ef þeir mæta ísbirni. Ísbjörninn er stærsta landrándýr jarðar og tveir þriðju allra ísbjarna heimsins búa í Kanada. Rannsóknir á tilvikum á undanförnum áratugum þar sem ísbirnir hafa drepið menn sýna að ýmist var um að ræða að ísbjörninn var vannærður eða honum hafði verið ögrað. Atvikin eru reyndar svo fá að tvö til þrjú ár líða iðulega á milli þess að ísbjörn verði manni að bana einhversstaðar í heiminum. Í Kanada hafa ísbirnir drepið sjö menn á síðustu þrjátíu árum og í Bandaríkjunum hefur ísbjörn orðið einum manni að bana á sama tíma. Ísbirnir og menn lenda oftast í návígi við bæinn Churchill við Hudson-flóa, sem kallar sig ísbjarnarhöfuðborg heimsins, þar hafa tveir menn látist vegna ísbjarna á síðustu 300 árum. Hér í þjóðgarði við Pangnirtung á Baffinseyju ganga bakpokaaferðalangar um dögum saman á ísbjarnarslóðum og þeim er bannað að hafa með sér byssu. Það eina sem þeir fá eru leiðbeiningar á blaði um hvernig eigi að umgangast ísbirni. Nálgist aldrei ísbjörn, aldrei ögra birni, og alls ekki lenda á milli birnu og húna. Ef þið sjáið ísbjörn og hann veit ekki af ykkur: Ganga rólega burt af svæðinu, halda ró sinni, fylgjast með birninum og forðast að láta vindinn bera lykt ykkar til bjarnarins. Ef björninn veit af ykkur; ganga rólega til baka, engar snöggar hreyfingar og alls ekki að hlaupa því þá gæti hann litið á ykkur sem bráð. Og þá er betra að björninn róist og geti nýtt þefskynið til að fylgjast með ykkur.Fylgist með birninum en ekki horfast í augu við hann. Ekki ögra. Ísbirnir eru forvitnir um menn en þeir eru líka skræfur og hræðast auðveldlega menn en ef ísbjörn gerir sig líklegan til að ráðast á ykkur þá er vopnlausum ferðalöngum ráðlagt að hræða hann í burtu með því lyfta höndum upp eða flík, láta sig þannig sýnast stærri og öskra og garga á björninn. En þá verður hann að hafa flóttaleið. Standið saman í hóp. Komið ykkur burt af svæðinu en alls ekki hlaupa. Ef menn lenda í slag er best að standa fastur fyrir og berjast á móti með tiltækum vopnum, spýtum eða hnífum. Ísbjörninn kemst ekki á lista yfir hættulegustu dýr jarðar en þar er móskítóflugan á toppnum með tvær milljónir mannslífa á ári, en síðan koma snákar, sporðdrekar, krókódílar, fílar, býflugur, ljón, flóðhestar, marglyttur og hákarlar, og er þá maðurinn sjálfur undanskilinn. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sjaldgæft er að ísbirnir drepi menn og eru slík tilvik í heiminum á síðasta áratug teljandi á fingrum annarrar handar. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum í Norður-Kanada í vor þar sem hann kynnti sér leiðbeiningar um hvað menn eigi að gera ef þeir mæta ísbirni. Ísbjörninn er stærsta landrándýr jarðar og tveir þriðju allra ísbjarna heimsins búa í Kanada. Rannsóknir á tilvikum á undanförnum áratugum þar sem ísbirnir hafa drepið menn sýna að ýmist var um að ræða að ísbjörninn var vannærður eða honum hafði verið ögrað. Atvikin eru reyndar svo fá að tvö til þrjú ár líða iðulega á milli þess að ísbjörn verði manni að bana einhversstaðar í heiminum. Í Kanada hafa ísbirnir drepið sjö menn á síðustu þrjátíu árum og í Bandaríkjunum hefur ísbjörn orðið einum manni að bana á sama tíma. Ísbirnir og menn lenda oftast í návígi við bæinn Churchill við Hudson-flóa, sem kallar sig ísbjarnarhöfuðborg heimsins, þar hafa tveir menn látist vegna ísbjarna á síðustu 300 árum. Hér í þjóðgarði við Pangnirtung á Baffinseyju ganga bakpokaaferðalangar um dögum saman á ísbjarnarslóðum og þeim er bannað að hafa með sér byssu. Það eina sem þeir fá eru leiðbeiningar á blaði um hvernig eigi að umgangast ísbirni. Nálgist aldrei ísbjörn, aldrei ögra birni, og alls ekki lenda á milli birnu og húna. Ef þið sjáið ísbjörn og hann veit ekki af ykkur: Ganga rólega burt af svæðinu, halda ró sinni, fylgjast með birninum og forðast að láta vindinn bera lykt ykkar til bjarnarins. Ef björninn veit af ykkur; ganga rólega til baka, engar snöggar hreyfingar og alls ekki að hlaupa því þá gæti hann litið á ykkur sem bráð. Og þá er betra að björninn róist og geti nýtt þefskynið til að fylgjast með ykkur.Fylgist með birninum en ekki horfast í augu við hann. Ekki ögra. Ísbirnir eru forvitnir um menn en þeir eru líka skræfur og hræðast auðveldlega menn en ef ísbjörn gerir sig líklegan til að ráðast á ykkur þá er vopnlausum ferðalöngum ráðlagt að hræða hann í burtu með því lyfta höndum upp eða flík, láta sig þannig sýnast stærri og öskra og garga á björninn. En þá verður hann að hafa flóttaleið. Standið saman í hóp. Komið ykkur burt af svæðinu en alls ekki hlaupa. Ef menn lenda í slag er best að standa fastur fyrir og berjast á móti með tiltækum vopnum, spýtum eða hnífum. Ísbjörninn kemst ekki á lista yfir hættulegustu dýr jarðar en þar er móskítóflugan á toppnum með tvær milljónir mannslífa á ári, en síðan koma snákar, sporðdrekar, krókódílar, fílar, býflugur, ljón, flóðhestar, marglyttur og hákarlar, og er þá maðurinn sjálfur undanskilinn.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira