Mótmæla handtöku á flaggara 22. nóvember 2008 15:05 Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag. Pilturinn stundar háskólanám og var í vísindaferð í þinghúsinu í gær með skólafélögum sínum. Kennsl voru borin á hann og lögregla kölluð til. Hann var síðan færður án lögbundins fyrirvara til afplánunar vegna eldri dóms frá 2006. Dóminn hlaut hann fyrir að klifra upp í krana á Kárahnjúkum í virkjunarmótmælum. Móðir mannsins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi verið kallaður til afplánunar í ágúst í fyrra en á fimmta degi hafi þeirri afplánun óvænt verið frestað svo hægt yrði að koma öðrum mótmælanda að í afplánun. Móðir mannsins segir að afplánunina hafi borið mjög brátt að - sér í lagi í ljósi þess að í dag séu boðuð mótmæli í miðbænum vegna efnahagsástandsins sem sonur hennar hefði tekið þátt í. Samkvæmt lögum skal afplánun hefjast eftir bréflega tilkynningu og með minnst þriggja vikna fyrirvara. Þó megi hefja afplánun án fyrirvara fremji viðkomandi dómþoli refsivert afbrot í millitíðinni, reyni að koma sér undan refsingu eða almannahagsmunir mæli með því. Samkvæmt lögum skal afplánun vera samfelld. Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur, segir vart lagaheimild fyrir því að slíta afplánun í sundur líkt og gert hafi verið í þessu máli. Slíkt verði að skoða en það geti valdið fólki ómældum spjöllum. Hann segir rannsóknarvert hversu brátt afplánunin nú hafi borið að. Tengdar fréttir Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22. nóvember 2008 12:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag. Pilturinn stundar háskólanám og var í vísindaferð í þinghúsinu í gær með skólafélögum sínum. Kennsl voru borin á hann og lögregla kölluð til. Hann var síðan færður án lögbundins fyrirvara til afplánunar vegna eldri dóms frá 2006. Dóminn hlaut hann fyrir að klifra upp í krana á Kárahnjúkum í virkjunarmótmælum. Móðir mannsins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi verið kallaður til afplánunar í ágúst í fyrra en á fimmta degi hafi þeirri afplánun óvænt verið frestað svo hægt yrði að koma öðrum mótmælanda að í afplánun. Móðir mannsins segir að afplánunina hafi borið mjög brátt að - sér í lagi í ljósi þess að í dag séu boðuð mótmæli í miðbænum vegna efnahagsástandsins sem sonur hennar hefði tekið þátt í. Samkvæmt lögum skal afplánun hefjast eftir bréflega tilkynningu og með minnst þriggja vikna fyrirvara. Þó megi hefja afplánun án fyrirvara fremji viðkomandi dómþoli refsivert afbrot í millitíðinni, reyni að koma sér undan refsingu eða almannahagsmunir mæli með því. Samkvæmt lögum skal afplánun vera samfelld. Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur, segir vart lagaheimild fyrir því að slíta afplánun í sundur líkt og gert hafi verið í þessu máli. Slíkt verði að skoða en það geti valdið fólki ómældum spjöllum. Hann segir rannsóknarvert hversu brátt afplánunin nú hafi borið að.
Tengdar fréttir Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22. nóvember 2008 12:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22. nóvember 2008 12:16