Kosið til þings í Austurríki og Hvíta-Rússlandi Guðjón Helgason skrifar 28. september 2008 12:10 Hinn umdeildi Jörg Haider, leiðtogi Bandalags um framtíð Austurríkis, greiddi atkvæði á kjörstað í Klagenfurt í morgun. MYND/AP Austurríkismenn og Hvít-rússar kjósa sér þing í dag. Í Austurríki er útlit fyrir að öfga hægriflokkar bæti við sig fylgi. Forseti Hvíta-Rússlands gerir sér vonir um að kosningarnar í heimalandi hans verði vesturveldunum þóknanlegar. Um snemmbúnar kosningar er að ræða í Austurríki eftir að samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata sprakk í sumar. Hún hafði aðeins starfað í eitt og hálft ár. Kannanir benda til að þessir tveir stærstu flokkar Austurríkis fái samanlagt innan við 60% atkvæða sem yrði verstu úrslit flokkanna í kosningum síðan frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Því er helst spáð að tveir öfga-hægri-flokkar, Frelsisflokkurinn og Bandalag um framtíð Austurríkis, flokkur hins umdeilda Jörgs Haiders, bæti við sig töluverðu fylgi. Kosningarnar í Austurríki í dag eru fyrir margt sögulegar. 10 flokkar eru í framboði sem er met í Austurríki. Annað sem vekur athygli er að samkvæmt nýjum kosningalögum verður þetta í fyrsta sinn í Evrópusambandslandi sem ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára fá að kjósa. Í Hvíta-Rússlandi er kosið til neðri deildar þings. Þar sitja nú 110 þingmenn sem allir eru bandamenn Alexanders Lúkasjenkós, umdeilds forseta landsins síðustu 14 árin. Hann bindur vonir við að kosningarnar nú hljóti blessun vesturveldana og verði til að bæta samskipti hans við Bandaríkin og Evrópusambandið en ráðamenn í Washington hafa lýst Lúkasjenko sem síðasta einræðisherra Evrópu. Hann hefur verið sakaður um kosningasvik, ritskoðun og ofsóknir á hendur andstæðingum sínum. Stjórnarandstæðingar hafa sameinast í tveimur fylkingum fyrir kosningarnar í dag. Flestir þeirra sniðgengu kosningarnar 2000 en stjórnarandstöðuflokkar buðu fram til þings 2004, án árangurs. Erlent Fréttir Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Austurríkismenn og Hvít-rússar kjósa sér þing í dag. Í Austurríki er útlit fyrir að öfga hægriflokkar bæti við sig fylgi. Forseti Hvíta-Rússlands gerir sér vonir um að kosningarnar í heimalandi hans verði vesturveldunum þóknanlegar. Um snemmbúnar kosningar er að ræða í Austurríki eftir að samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata sprakk í sumar. Hún hafði aðeins starfað í eitt og hálft ár. Kannanir benda til að þessir tveir stærstu flokkar Austurríkis fái samanlagt innan við 60% atkvæða sem yrði verstu úrslit flokkanna í kosningum síðan frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Því er helst spáð að tveir öfga-hægri-flokkar, Frelsisflokkurinn og Bandalag um framtíð Austurríkis, flokkur hins umdeilda Jörgs Haiders, bæti við sig töluverðu fylgi. Kosningarnar í Austurríki í dag eru fyrir margt sögulegar. 10 flokkar eru í framboði sem er met í Austurríki. Annað sem vekur athygli er að samkvæmt nýjum kosningalögum verður þetta í fyrsta sinn í Evrópusambandslandi sem ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára fá að kjósa. Í Hvíta-Rússlandi er kosið til neðri deildar þings. Þar sitja nú 110 þingmenn sem allir eru bandamenn Alexanders Lúkasjenkós, umdeilds forseta landsins síðustu 14 árin. Hann bindur vonir við að kosningarnar nú hljóti blessun vesturveldana og verði til að bæta samskipti hans við Bandaríkin og Evrópusambandið en ráðamenn í Washington hafa lýst Lúkasjenko sem síðasta einræðisherra Evrópu. Hann hefur verið sakaður um kosningasvik, ritskoðun og ofsóknir á hendur andstæðingum sínum. Stjórnarandstæðingar hafa sameinast í tveimur fylkingum fyrir kosningarnar í dag. Flestir þeirra sniðgengu kosningarnar 2000 en stjórnarandstöðuflokkar buðu fram til þings 2004, án árangurs.
Erlent Fréttir Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira