Hundrað sjálfboðaliðar Rauða krossins stóðu vaktina í nótt 30. maí 2008 06:42 Sjálfboðaliðar Rauða krossins stóðu vaktina í nótt Rúmlega hundrað sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa staðið vaktina í fjöldahjálparstöðvum við íþróttamiðstöðina í Hveragerði og í Vallarskóla á Selfossi í alla nótt og veittu meðal annars áfallahjálp. Nokkrir gistu þar og margir gistu í hjólhýsum og tjaldvögnum. Hreint drykkjarvatn er þar á boðstólnum en drykkjarvatn hefur sumstaðað mengast eftir að leiðslur skemmdust. Þá útvegaði Rauði krossinn mörgum gistingu á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars 75 manns af dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Lögreglu- og slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu hafa verið heimamönnum til aðstoðar frá því að skjálftinn reið yfir. Björgunarfólk hrósar heimamönnum fyrir rósemi í öllum hremmingunum. Skólahald fellur niður í Árborg og Hveragerði í dag. Allir vegir á svæðinu eru orðnir færir eftir að Vegagerðin fyllti í sprungur og lagfærði misfellur, en fimm tonna öxulþungi er á Óseyrarbrú á milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka, vegna skemmda á brúnni. Stóri skjálftinn í gær var allt að 6,3 á Richter og hafa fjölmargir eftirskjálftar mælst síðan. Í nótt hafa þeir verið innan við þrír á Richter og er heldur að draga úr skjálftavirkninni samkvæmt upplýsingum jarðvísindadeildar Veðurstofunnar. Ekki er taliln hætta á örðum stórum skjálfta á borð við stóra skjálftann í gær. Ekkert var farið að meta tjón í nótt, en augljóst er að nokkur íbúðarhús eru ónýt á Selfossi Í Hveragerði, á Eyrarbakka og í dreifbýlinu á svæðinu. Fyrir utan tjón á innbúi, varð vatnstjón í nokkrum húsum á Árborgarsvæðinu í nótt þegar heitt vatn flæddi úr löskuðum leiðslum og lögn í einni götu brast. Ljóst er að nokkrir sumarbústaðir eru stór skemmdir eða ónýtir. Veitingastaðurinn Ingólfsskáli í Ölfusi er talinn ónýtur eftir skjálftann, Skemmdir urðu á Hótel Örk í Hveragerði, þungir kirkjubekkirnir í Selfosskirkju ultu um koll, og safngripir skemmdust í byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka, svo eitthvað sé nefnt. Geir H. Haarde lýsti því á Alþingi í gærkvöldi að allt yrði gert til að tryggja öryggi fólks á hamfarasvæðinu og verða aðgerðir af hálfu ríkisins ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Rúmlega hundrað sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa staðið vaktina í fjöldahjálparstöðvum við íþróttamiðstöðina í Hveragerði og í Vallarskóla á Selfossi í alla nótt og veittu meðal annars áfallahjálp. Nokkrir gistu þar og margir gistu í hjólhýsum og tjaldvögnum. Hreint drykkjarvatn er þar á boðstólnum en drykkjarvatn hefur sumstaðað mengast eftir að leiðslur skemmdust. Þá útvegaði Rauði krossinn mörgum gistingu á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars 75 manns af dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Lögreglu- og slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu hafa verið heimamönnum til aðstoðar frá því að skjálftinn reið yfir. Björgunarfólk hrósar heimamönnum fyrir rósemi í öllum hremmingunum. Skólahald fellur niður í Árborg og Hveragerði í dag. Allir vegir á svæðinu eru orðnir færir eftir að Vegagerðin fyllti í sprungur og lagfærði misfellur, en fimm tonna öxulþungi er á Óseyrarbrú á milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka, vegna skemmda á brúnni. Stóri skjálftinn í gær var allt að 6,3 á Richter og hafa fjölmargir eftirskjálftar mælst síðan. Í nótt hafa þeir verið innan við þrír á Richter og er heldur að draga úr skjálftavirkninni samkvæmt upplýsingum jarðvísindadeildar Veðurstofunnar. Ekki er taliln hætta á örðum stórum skjálfta á borð við stóra skjálftann í gær. Ekkert var farið að meta tjón í nótt, en augljóst er að nokkur íbúðarhús eru ónýt á Selfossi Í Hveragerði, á Eyrarbakka og í dreifbýlinu á svæðinu. Fyrir utan tjón á innbúi, varð vatnstjón í nokkrum húsum á Árborgarsvæðinu í nótt þegar heitt vatn flæddi úr löskuðum leiðslum og lögn í einni götu brast. Ljóst er að nokkrir sumarbústaðir eru stór skemmdir eða ónýtir. Veitingastaðurinn Ingólfsskáli í Ölfusi er talinn ónýtur eftir skjálftann, Skemmdir urðu á Hótel Örk í Hveragerði, þungir kirkjubekkirnir í Selfosskirkju ultu um koll, og safngripir skemmdust í byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka, svo eitthvað sé nefnt. Geir H. Haarde lýsti því á Alþingi í gærkvöldi að allt yrði gert til að tryggja öryggi fólks á hamfarasvæðinu og verða aðgerðir af hálfu ríkisins ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira