Mikill vilji til að taka á móti flóttamönnum 14. maí 2008 15:47 Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. Hann segir Magnús Þór hafa staðið í vegi fyrir málinu en það njóti mikils stuðnings innan bæjarkerfisins. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag mynduðu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness eftir að Karen Emelía Jónsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn, ákvað að ganga til liðs við flokkinn. Í samkomulagi um málið segir að áfram verði unnið á grunni þess málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokksins og F-listans. Þá ákvað Gísli S. Einarsson, sem ráðinn var bæjarstjóri við upphaf kjörtímabils, að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar. Leggst einn ráðandi manna gegn komu flóttamanna Gísli segir í samtali við Vísi að upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra hafi slitnað vegna ágreinings um hvort taka ætti á móti á þriðja tug palestínskra flóttamanna, einstæðra mæðra og barna þeirra. „Formaður félagsmálaráðs leggst einn manna af ráðandi mönnum gegn þessari mótttöku og það varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Orð hans hafa verið gegn öllu því sem félagsmálastjóri, félagsmálafulltrúar og skólastjórnendur hafa sagt. Að sjálfsögðu er Akraneskaupstaður tilbúinn til þess að takast á við þetta verkefni," segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að með þessu verið mannabreytingar í nefndum og ráðum bæjarins og þar á meðal komi inn nýr formaður félagsmálaráðs. Um ákvörðun sína að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinnn segir Gísli: „Við þrjú, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og ég, höfum átt afar gott samstarf og varla borið nokkurn skugga þar á. Við höfum hins vegar ekki getað gefið félagsmálaráðuneytinu svar þrátt fyrir tvo góða fundi vegna þessarar andstöðu formanns félagsmálaráðs," segir Gísli en bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi nú fengið að vita hug bæjarstjórnar. Bæjarráð Akraness heldur sérstakan hátíðarfund klukkan 18 í dag en hann er sá þrjúþúsundasti í röðinni hjá ráðinu. Gísli reiknar með að málið verið eitthvað rætt og hann telur líklegt að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á móti flóttamönnunum. Hann býst svo við að málið verið síðar afgreitt formlega af hálfu bæjarins innan stofnana þess. Tengdar fréttir „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Sjá meira
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. Hann segir Magnús Þór hafa staðið í vegi fyrir málinu en það njóti mikils stuðnings innan bæjarkerfisins. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag mynduðu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness eftir að Karen Emelía Jónsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn, ákvað að ganga til liðs við flokkinn. Í samkomulagi um málið segir að áfram verði unnið á grunni þess málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokksins og F-listans. Þá ákvað Gísli S. Einarsson, sem ráðinn var bæjarstjóri við upphaf kjörtímabils, að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar. Leggst einn ráðandi manna gegn komu flóttamanna Gísli segir í samtali við Vísi að upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra hafi slitnað vegna ágreinings um hvort taka ætti á móti á þriðja tug palestínskra flóttamanna, einstæðra mæðra og barna þeirra. „Formaður félagsmálaráðs leggst einn manna af ráðandi mönnum gegn þessari mótttöku og það varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Orð hans hafa verið gegn öllu því sem félagsmálastjóri, félagsmálafulltrúar og skólastjórnendur hafa sagt. Að sjálfsögðu er Akraneskaupstaður tilbúinn til þess að takast á við þetta verkefni," segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að með þessu verið mannabreytingar í nefndum og ráðum bæjarins og þar á meðal komi inn nýr formaður félagsmálaráðs. Um ákvörðun sína að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinnn segir Gísli: „Við þrjú, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og ég, höfum átt afar gott samstarf og varla borið nokkurn skugga þar á. Við höfum hins vegar ekki getað gefið félagsmálaráðuneytinu svar þrátt fyrir tvo góða fundi vegna þessarar andstöðu formanns félagsmálaráðs," segir Gísli en bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi nú fengið að vita hug bæjarstjórnar. Bæjarráð Akraness heldur sérstakan hátíðarfund klukkan 18 í dag en hann er sá þrjúþúsundasti í röðinni hjá ráðinu. Gísli reiknar með að málið verið eitthvað rætt og hann telur líklegt að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á móti flóttamönnunum. Hann býst svo við að málið verið síðar afgreitt formlega af hálfu bæjarins innan stofnana þess.
Tengdar fréttir „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Sjá meira
„Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05
Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32