Mikill vilji til að taka á móti flóttamönnum 14. maí 2008 15:47 Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. Hann segir Magnús Þór hafa staðið í vegi fyrir málinu en það njóti mikils stuðnings innan bæjarkerfisins. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag mynduðu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness eftir að Karen Emelía Jónsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn, ákvað að ganga til liðs við flokkinn. Í samkomulagi um málið segir að áfram verði unnið á grunni þess málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokksins og F-listans. Þá ákvað Gísli S. Einarsson, sem ráðinn var bæjarstjóri við upphaf kjörtímabils, að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar. Leggst einn ráðandi manna gegn komu flóttamanna Gísli segir í samtali við Vísi að upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra hafi slitnað vegna ágreinings um hvort taka ætti á móti á þriðja tug palestínskra flóttamanna, einstæðra mæðra og barna þeirra. „Formaður félagsmálaráðs leggst einn manna af ráðandi mönnum gegn þessari mótttöku og það varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Orð hans hafa verið gegn öllu því sem félagsmálastjóri, félagsmálafulltrúar og skólastjórnendur hafa sagt. Að sjálfsögðu er Akraneskaupstaður tilbúinn til þess að takast á við þetta verkefni," segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að með þessu verið mannabreytingar í nefndum og ráðum bæjarins og þar á meðal komi inn nýr formaður félagsmálaráðs. Um ákvörðun sína að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinnn segir Gísli: „Við þrjú, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og ég, höfum átt afar gott samstarf og varla borið nokkurn skugga þar á. Við höfum hins vegar ekki getað gefið félagsmálaráðuneytinu svar þrátt fyrir tvo góða fundi vegna þessarar andstöðu formanns félagsmálaráðs," segir Gísli en bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi nú fengið að vita hug bæjarstjórnar. Bæjarráð Akraness heldur sérstakan hátíðarfund klukkan 18 í dag en hann er sá þrjúþúsundasti í röðinni hjá ráðinu. Gísli reiknar með að málið verið eitthvað rætt og hann telur líklegt að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á móti flóttamönnunum. Hann býst svo við að málið verið síðar afgreitt formlega af hálfu bæjarins innan stofnana þess. Tengdar fréttir „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. Hann segir Magnús Þór hafa staðið í vegi fyrir málinu en það njóti mikils stuðnings innan bæjarkerfisins. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag mynduðu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness eftir að Karen Emelía Jónsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn, ákvað að ganga til liðs við flokkinn. Í samkomulagi um málið segir að áfram verði unnið á grunni þess málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokksins og F-listans. Þá ákvað Gísli S. Einarsson, sem ráðinn var bæjarstjóri við upphaf kjörtímabils, að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar. Leggst einn ráðandi manna gegn komu flóttamanna Gísli segir í samtali við Vísi að upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra hafi slitnað vegna ágreinings um hvort taka ætti á móti á þriðja tug palestínskra flóttamanna, einstæðra mæðra og barna þeirra. „Formaður félagsmálaráðs leggst einn manna af ráðandi mönnum gegn þessari mótttöku og það varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Orð hans hafa verið gegn öllu því sem félagsmálastjóri, félagsmálafulltrúar og skólastjórnendur hafa sagt. Að sjálfsögðu er Akraneskaupstaður tilbúinn til þess að takast á við þetta verkefni," segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að með þessu verið mannabreytingar í nefndum og ráðum bæjarins og þar á meðal komi inn nýr formaður félagsmálaráðs. Um ákvörðun sína að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinnn segir Gísli: „Við þrjú, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og ég, höfum átt afar gott samstarf og varla borið nokkurn skugga þar á. Við höfum hins vegar ekki getað gefið félagsmálaráðuneytinu svar þrátt fyrir tvo góða fundi vegna þessarar andstöðu formanns félagsmálaráðs," segir Gísli en bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi nú fengið að vita hug bæjarstjórnar. Bæjarráð Akraness heldur sérstakan hátíðarfund klukkan 18 í dag en hann er sá þrjúþúsundasti í röðinni hjá ráðinu. Gísli reiknar með að málið verið eitthvað rætt og hann telur líklegt að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á móti flóttamönnunum. Hann býst svo við að málið verið síðar afgreitt formlega af hálfu bæjarins innan stofnana þess.
Tengdar fréttir „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
„Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05
Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32