Íslendingur leiðir hjálparstarf Microsoft í Búrma Guðjón Helgason skrifar 12. maí 2008 18:30 Íslendingi hefur verið falið að leiða hjálparstarf bandarískra tölvurisans Microsoft á hamfarasvæðunum í Búrma. Hans verkefni verður að tengja hjálparsamtök á vettvangi og nærri honum saman með nýjustu tækni. Talið er að um tvær milljónir Búrmabúa eigi um sárt að binda eftir að fellbylurinn Nargis fór yfir landið fyrir rúmri viku. Hjálparsamtök segja að hjálpargögn hafi aðeins borist til um þriðjungs þeirra sem þurfi. Flugvélar með hjálpargögn lentu í höfuðborginni Rangoon í dag, þar á meðal ein frá Bandaríkjunum, sú fyrsta þaðan. Herforingjastjórnin heldur enn við fyrri áform um að sjá sjálf um að dreifa þeim og tregðast enn við að hleypa erlendum hjálparstarfsmönnum inn í landið. Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi bandaríska tölvurisans Microsoft, tilkynnti fyrir helgi að fyrirtæki hans ætlaði eftir besta mætti að styðja við starf þeirra stofnana sem tækju þátt í hjálparstarfi í Búrma. Gísli Rafn Ólafsson, starfsmaður Microsoft á Íslandi, er einn stjórnenda alþjóðasveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og meðlimur í alþjóðlegu neyðarhjálparteymi Sameinuðu þjóðanna, hefur fengið það hlutverk að leiða þetta verkefni fyrir Microsoft. „Við erum ekki sérfræðingar í því að veita neyðaraðstoð," segir Gísli Rafn. „Við erum sérfræðingar í hinum ýmsu tölvulausnum og hugbúnaðarlausnum og samskiptalausnum." Gísli Rafn segir að þar sem finna megi vandamál á borð við það að hjálparstofnanir eigi erfitt með að dreifa upplýsingum sín á milli geti Microsoft komið til og hjálpað með sinni tækni. Gísli Rafn er í Taílandi þar sem flest hjálparsamtök sem vilja hjálpa í Búrma eru með höfuðstöðvar á svæðinu. Hann segist ekki eiga von á að fara inn í Búrma þar sem Microsoft sé bandarískt fyrirtæki og viðskiptabann í gildi. Erlent Fréttir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Íslendingi hefur verið falið að leiða hjálparstarf bandarískra tölvurisans Microsoft á hamfarasvæðunum í Búrma. Hans verkefni verður að tengja hjálparsamtök á vettvangi og nærri honum saman með nýjustu tækni. Talið er að um tvær milljónir Búrmabúa eigi um sárt að binda eftir að fellbylurinn Nargis fór yfir landið fyrir rúmri viku. Hjálparsamtök segja að hjálpargögn hafi aðeins borist til um þriðjungs þeirra sem þurfi. Flugvélar með hjálpargögn lentu í höfuðborginni Rangoon í dag, þar á meðal ein frá Bandaríkjunum, sú fyrsta þaðan. Herforingjastjórnin heldur enn við fyrri áform um að sjá sjálf um að dreifa þeim og tregðast enn við að hleypa erlendum hjálparstarfsmönnum inn í landið. Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi bandaríska tölvurisans Microsoft, tilkynnti fyrir helgi að fyrirtæki hans ætlaði eftir besta mætti að styðja við starf þeirra stofnana sem tækju þátt í hjálparstarfi í Búrma. Gísli Rafn Ólafsson, starfsmaður Microsoft á Íslandi, er einn stjórnenda alþjóðasveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og meðlimur í alþjóðlegu neyðarhjálparteymi Sameinuðu þjóðanna, hefur fengið það hlutverk að leiða þetta verkefni fyrir Microsoft. „Við erum ekki sérfræðingar í því að veita neyðaraðstoð," segir Gísli Rafn. „Við erum sérfræðingar í hinum ýmsu tölvulausnum og hugbúnaðarlausnum og samskiptalausnum." Gísli Rafn segir að þar sem finna megi vandamál á borð við það að hjálparstofnanir eigi erfitt með að dreifa upplýsingum sín á milli geti Microsoft komið til og hjálpað með sinni tækni. Gísli Rafn er í Taílandi þar sem flest hjálparsamtök sem vilja hjálpa í Búrma eru með höfuðstöðvar á svæðinu. Hann segist ekki eiga von á að fara inn í Búrma þar sem Microsoft sé bandarískt fyrirtæki og viðskiptabann í gildi.
Erlent Fréttir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira