Enski boltinn

Slysalegt mark tryggði Arsenal jafntefli

Markaskorarararnir Jermaine Jenas og Theo Walcott eigast hér við í leiknum
Markaskorarararnir Jermaine Jenas og Theo Walcott eigast hér við í leiknum NordicPhotos/GettyImages

Arsenal og Tottenham skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í undanúrslitum enska deildarbikarsins á Emirates í kvöld. Gestirnir voru heldur sterkari aðilinn í leiknum en náðu ekki að hrista af sér Arsenal-grýluna og sigra frekar en fyrri daginn.

Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og fengu fjölda færa til að skora. Það var Jermaine Jenas sem kom Tottenham yfir á 37. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Dimitar Berbatov og Robbie Keane.

Tottenham fékk fleiri góð færi í síðari hálfleiknum og t.a.m. þeir Steed Malbranque og Jermain Defoe afar illa með úrvalsfæri. Þeim var svo refsað undir lokin þegar Theo Walcott skoraði heppnismark og jafnaði leikinn. Varnarmaðurinn Lee hjá Tottenham sparkaði boltanum í höndina á framherjanum og í netið.

Lukasz Fabianski stóð sig vel í marki Arsenal og unglingar Arsene Wenger eru í ágætri stöðu til að vinna sér sæti í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa ekki verið sérlega sannfærandi á köflum í kvöld.

Arsenal hefur ekki tapað fyrir Tottenham í síðustu 21 viðureign liðanna, en þar af hefur Tottenham náð forystunni í 11 af þessum leikjum. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir hvítklæddu ná að hrista af sér álögin þann 22. janúar þegar liðin mætast í síðari leiknum á White Hart Lane. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×