Lögreglustjórinn krafinn um útskýringar á rekstraráætlun 8. mars 2008 12:11 Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur kallað eftir ítarlegum upplýsingum og útskýringum frá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum vegna rekstraráætlunar sem embættið lagði fram fyrir árið í ár. Ráðuneytið leggur til að embættið spari um 191 milljón króna með fækkun stöðugilda, yfirvinubanni og fækkun stöðugilda svo fátt eitt sé nefnt. Nýtt embætti lögreglustjórans og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli varð til hinn 1. janúar í fyrra með sameiningu ýmissra lögreglu, sýslumanns og tollaembætta. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að þessu nýja embætti sé gert að spara 191 milljón króna á þessu ári og 260 milljónir króna á því næsta. Tillögur þess efnis liggja fyrir í dómsmálaráðuneytinu. Í þeim er meðal annars gert ráð fyrir að ekki verði ráðið í sumarafleysingar hjá embættinu og að fastlaunasamningum verði sagt upp. Eins er lagt til að fækka stöðugildum, setja á yfirvinnubann, draga saman í kaupum á búnaði og skila inn tveimur lögreglubílum. Vegna fréttar Stöðvar 2 um málið sendi dómsmálaráðuneytið frá sér fréttatilkynningu í gærkvöldi. Í henni segir að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi sent frá sér rekstraráætlun vegna ársins 2008 eftir að fjárlög voru afgreitt á Alþingi. Í henni sé gert ráð fyrir um 200 milljónum í útgjöld umfram heimildir fjárlaga. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafi því kallað eftir ítarlegum upplýsingum og útskýringum frá lögreglustjóraembættinu. Þangað til þær liggja fyrir verði starfsemi embættisins óbreytt. Þá er tekið fram að ekki sé um niðurskurð að ræða á fjárheimildum embættisins frá fyrri árum. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur kallað eftir ítarlegum upplýsingum og útskýringum frá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum vegna rekstraráætlunar sem embættið lagði fram fyrir árið í ár. Ráðuneytið leggur til að embættið spari um 191 milljón króna með fækkun stöðugilda, yfirvinubanni og fækkun stöðugilda svo fátt eitt sé nefnt. Nýtt embætti lögreglustjórans og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli varð til hinn 1. janúar í fyrra með sameiningu ýmissra lögreglu, sýslumanns og tollaembætta. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að þessu nýja embætti sé gert að spara 191 milljón króna á þessu ári og 260 milljónir króna á því næsta. Tillögur þess efnis liggja fyrir í dómsmálaráðuneytinu. Í þeim er meðal annars gert ráð fyrir að ekki verði ráðið í sumarafleysingar hjá embættinu og að fastlaunasamningum verði sagt upp. Eins er lagt til að fækka stöðugildum, setja á yfirvinnubann, draga saman í kaupum á búnaði og skila inn tveimur lögreglubílum. Vegna fréttar Stöðvar 2 um málið sendi dómsmálaráðuneytið frá sér fréttatilkynningu í gærkvöldi. Í henni segir að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi sent frá sér rekstraráætlun vegna ársins 2008 eftir að fjárlög voru afgreitt á Alþingi. Í henni sé gert ráð fyrir um 200 milljónum í útgjöld umfram heimildir fjárlaga. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafi því kallað eftir ítarlegum upplýsingum og útskýringum frá lögreglustjóraembættinu. Þangað til þær liggja fyrir verði starfsemi embættisins óbreytt. Þá er tekið fram að ekki sé um niðurskurð að ræða á fjárheimildum embættisins frá fyrri árum.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira