Lífið

Þekkt nöfn á FM-hátíð

Brynjar Már Valdimarsson segir að Hlustendaverðlaunin í ár verði þau flottustu til þessa.
Brynjar Már Valdimarsson segir að Hlustendaverðlaunin í ár verði þau flottustu til þessa.
Gus Gus, Sprengjuhöllin, Bloodgroup, Merzedes Club, Ný dönsk, Haffi Haff og Páll Óskar koma fram á Hlustendaverðlaunum FM 957 sem verða haldin í tíunda sinn í Háskólabíói 3. maí. Einnig koma óvæntir tónleikagestir fram á hátíðinni.

Kosning er hafin á Vísir.is vegna verðlaunanna og þar er meðal annars hægt að kjósa um bestu hljómsveitina, besta lagið og bestu plötuna. „Þetta verður stærsta hátíðin til þessa því þarna verða þúsund manns. Við höfum vanalega verið með þetta í Borgarleikhúsinu en þar eru bara um þrjú hundruð sæti,“ segir Brynjar Már Valdimarsson, tónlistarstjóri FM957.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×