Páll íhugar formannsframboð í Framsókn 17. nóvember 2008 11:35 Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, íhugar nú hvort hann muni gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar á næsta ári. Ef af verður gæti hann hugsanlega att kappi við fyrrverandi ráðherra sem hann aðstoðaði um tíma.Hugsanlegar breytingar á forystu Framsóknarflokksins hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum um helgina í tengslum við miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var á laugardag. Á fundinum var samþykkt að leggja fram tillögu á komandi flokksþingi í janúar að sótt yrði um aðild að ESB. Á sama þingi verður kosin forysta fyrir flokkinn og í ljósi hinna nýju vendinga í Evrópumálum þykir staða Guðna Ágústssonar sem formanns Framsóknarflokksins hafa veikst.Meðal þeirra sem hafa verið sem hugsanlegir eftir menn Guðna eru Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður flokksins, Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður og Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og fyrrverandi varaþingmaður. Siv sagði í samtali við fréttastofu í gær að framboð til formanns væri ekki á dagskrá en Valgerður, sem er í hópi Evrópusambandssinna í flokknum, útlokar ekki framboð.Fréttablaðið greindi frá því um helgina að blaðið hefði heimildir fyrir því að Páll, sem einnig er í hópi Evrópusambandssinna, íhugaði formannsframboð. Það staðfesti Páll í samtali við fréttastofu í morgun. Hann sagðist þó enga ákvörðun hafa tekið í þeim efnum en að það skýrðist á næstu vikum hvort af því yrði. Aðspurður hvort hann teldi þörf á endurnýjun í flokksforystunni sagði Páll að á miðstjórnarfundinum um helgina hefði komið fram ákveðin krafa um endurnýjun og breytingar sem hann teldi að endurspeglaði að einhverju leyti umræðuna í þjóðfélaginu í heild.Fari svo að Páll og Valgerður sækist bæði eftir formannsembættinu mætast þar fyrrverandi samstarfsmenn því Páll var aðstoðarmaður Valgerðar í embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra um tíma. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, íhugar nú hvort hann muni gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar á næsta ári. Ef af verður gæti hann hugsanlega att kappi við fyrrverandi ráðherra sem hann aðstoðaði um tíma.Hugsanlegar breytingar á forystu Framsóknarflokksins hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum um helgina í tengslum við miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var á laugardag. Á fundinum var samþykkt að leggja fram tillögu á komandi flokksþingi í janúar að sótt yrði um aðild að ESB. Á sama þingi verður kosin forysta fyrir flokkinn og í ljósi hinna nýju vendinga í Evrópumálum þykir staða Guðna Ágústssonar sem formanns Framsóknarflokksins hafa veikst.Meðal þeirra sem hafa verið sem hugsanlegir eftir menn Guðna eru Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður flokksins, Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður og Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og fyrrverandi varaþingmaður. Siv sagði í samtali við fréttastofu í gær að framboð til formanns væri ekki á dagskrá en Valgerður, sem er í hópi Evrópusambandssinna í flokknum, útlokar ekki framboð.Fréttablaðið greindi frá því um helgina að blaðið hefði heimildir fyrir því að Páll, sem einnig er í hópi Evrópusambandssinna, íhugaði formannsframboð. Það staðfesti Páll í samtali við fréttastofu í morgun. Hann sagðist þó enga ákvörðun hafa tekið í þeim efnum en að það skýrðist á næstu vikum hvort af því yrði. Aðspurður hvort hann teldi þörf á endurnýjun í flokksforystunni sagði Páll að á miðstjórnarfundinum um helgina hefði komið fram ákveðin krafa um endurnýjun og breytingar sem hann teldi að endurspeglaði að einhverju leyti umræðuna í þjóðfélaginu í heild.Fari svo að Páll og Valgerður sækist bæði eftir formannsembættinu mætast þar fyrrverandi samstarfsmenn því Páll var aðstoðarmaður Valgerðar í embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra um tíma.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira