Innlent

Kaldranalegt að bætur kennarans séu háðar tryggingum foreldris

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.

Það er kaldranalegt að bætur vegna skaða sem grunnskólabörn kunna að valda starfsmönnum skóla séu háðar því að foreldrar séu með heimilistryggingar, að mati Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu.

Vísir sagði frá því á föstudag að móðir barns í Mýrarhúsaskóla hefði verið dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur vegna slyss sem varð þegar nemandinn skellti hurð á höfuð kennarans. Ekki kemur til þess að móðirin þurfi að greiða bæturnar því að hún var tryggð.

„Það verður að tryggja það að starfsmenn sem verða fyrir tjóni séu tryggðir fyrir því," segir Bragi. Hann bendir þó á að því þurfi að koma þannig fyrir að allir geti unað vel við. Bragi segir að sér lítist mjög vel á þær hugmyndir sem stjórn Heimilis og skóla reifuðu í dag, en þær byggja á því að börn verði ábyrgðartryggð á kostnað hins opinbera.

„Mér þætti þetta vera eðlilegasta leiðin. Það þarf að koma þessum málum svo fyrir að allir aðilar geti unað vel við það. Þetta er svona slys sem öll börn hefðu getað átt hlut að máli og allir kennarar," segir Bragi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×