Innlent

Íbúar Hrauns á Skaga hugsanlega fluttir brott

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mynd sem tekin var af ljósmyndara Héraðsfréttablaðsins Feykis í gær og sýnir hve nálægt mannabústöðum björninn var þá.
Mynd sem tekin var af ljósmyndara Héraðsfréttablaðsins Feykis í gær og sýnir hve nálægt mannabústöðum björninn var þá. MYND/Feykir/Davíð Orri Ágústsson

Lögreglan á Sauðárkróki íhugar nú að flytja íbúa bæjarins Hrauns á Skaga á brott á meðan deyfilyfi verður skotið í ísbjörninn með kvöldinu. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skagafjörður.com.

Fjölmiðlafólki var hleypt inn á lokaða svæðið í grennd við þann stað sem ísbjörninn heldur sig á nú fyrir skömmu en vegartálmar hafa nú verið færðir lengra frá til að mynda rými fyrir þyrluna sem flytur danska sérfræðinga á staðinn. Búist er við að þeir lendi á Akureyrarflugvelli á hverri stundu.

Jóhann Rögnvaldsson, frístunda- og ferðaþjónustubóndi á Hrauni III, sagði að minnsta kosti ekki hafa verið minnst á það við íbúa þar á bæ að flytja þá á brott en auðvitað myndi hann verða við slíkri ósk kæmi hún fram. „Hann hefur nú heldur fært sig fjær mannabyggðinni núna, hann er kominn í svona hálfs kílómetra fjarlægð frá byggð," sagði Jóhann, inntur eftir staðsetningu bjarnarins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×