Erlent

Litlu munar á McCain og Romney í Flórída

Forkosningar Repúblikana í Flórída verða haldnar í dag og síðustu skoðanakannanir sýna að mjótt er á munum milli John McCain og Mitt Romney.

Þeir Mike Huckabee og Rudy Guiliani eru með töluvert minna fylgi í þriðja og fjórða sæti. Ef svo fer sem horfir mun Rudy Guiliani að öllum líkindum gefast upp við að ná útnefningu sem forsetaefni flokksins. Hann lagði allt undir í þessar kosningar. Rudy segir sjálfur að von sé á tilkynningu frá sér á morgun um framtíðaráform sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×