Hundrað sjálfboðaliðar Rauða krossins stóðu vaktina í nótt 30. maí 2008 06:42 Sjálfboðaliðar Rauða krossins stóðu vaktina í nótt Rúmlega hundrað sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa staðið vaktina í fjöldahjálparstöðvum við íþróttamiðstöðina í Hveragerði og í Vallarskóla á Selfossi í alla nótt og veittu meðal annars áfallahjálp. Nokkrir gistu þar og margir gistu í hjólhýsum og tjaldvögnum. Hreint drykkjarvatn er þar á boðstólnum en drykkjarvatn hefur sumstaðað mengast eftir að leiðslur skemmdust. Þá útvegaði Rauði krossinn mörgum gistingu á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars 75 manns af dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Lögreglu- og slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu hafa verið heimamönnum til aðstoðar frá því að skjálftinn reið yfir. Björgunarfólk hrósar heimamönnum fyrir rósemi í öllum hremmingunum. Skólahald fellur niður í Árborg og Hveragerði í dag. Allir vegir á svæðinu eru orðnir færir eftir að Vegagerðin fyllti í sprungur og lagfærði misfellur, en fimm tonna öxulþungi er á Óseyrarbrú á milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka, vegna skemmda á brúnni. Stóri skjálftinn í gær var allt að 6,3 á Richter og hafa fjölmargir eftirskjálftar mælst síðan. Í nótt hafa þeir verið innan við þrír á Richter og er heldur að draga úr skjálftavirkninni samkvæmt upplýsingum jarðvísindadeildar Veðurstofunnar. Ekki er taliln hætta á örðum stórum skjálfta á borð við stóra skjálftann í gær. Ekkert var farið að meta tjón í nótt, en augljóst er að nokkur íbúðarhús eru ónýt á Selfossi Í Hveragerði, á Eyrarbakka og í dreifbýlinu á svæðinu. Fyrir utan tjón á innbúi, varð vatnstjón í nokkrum húsum á Árborgarsvæðinu í nótt þegar heitt vatn flæddi úr löskuðum leiðslum og lögn í einni götu brast. Ljóst er að nokkrir sumarbústaðir eru stór skemmdir eða ónýtir. Veitingastaðurinn Ingólfsskáli í Ölfusi er talinn ónýtur eftir skjálftann, Skemmdir urðu á Hótel Örk í Hveragerði, þungir kirkjubekkirnir í Selfosskirkju ultu um koll, og safngripir skemmdust í byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka, svo eitthvað sé nefnt. Geir H. Haarde lýsti því á Alþingi í gærkvöldi að allt yrði gert til að tryggja öryggi fólks á hamfarasvæðinu og verða aðgerðir af hálfu ríkisins ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Rúmlega hundrað sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa staðið vaktina í fjöldahjálparstöðvum við íþróttamiðstöðina í Hveragerði og í Vallarskóla á Selfossi í alla nótt og veittu meðal annars áfallahjálp. Nokkrir gistu þar og margir gistu í hjólhýsum og tjaldvögnum. Hreint drykkjarvatn er þar á boðstólnum en drykkjarvatn hefur sumstaðað mengast eftir að leiðslur skemmdust. Þá útvegaði Rauði krossinn mörgum gistingu á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars 75 manns af dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Lögreglu- og slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu hafa verið heimamönnum til aðstoðar frá því að skjálftinn reið yfir. Björgunarfólk hrósar heimamönnum fyrir rósemi í öllum hremmingunum. Skólahald fellur niður í Árborg og Hveragerði í dag. Allir vegir á svæðinu eru orðnir færir eftir að Vegagerðin fyllti í sprungur og lagfærði misfellur, en fimm tonna öxulþungi er á Óseyrarbrú á milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka, vegna skemmda á brúnni. Stóri skjálftinn í gær var allt að 6,3 á Richter og hafa fjölmargir eftirskjálftar mælst síðan. Í nótt hafa þeir verið innan við þrír á Richter og er heldur að draga úr skjálftavirkninni samkvæmt upplýsingum jarðvísindadeildar Veðurstofunnar. Ekki er taliln hætta á örðum stórum skjálfta á borð við stóra skjálftann í gær. Ekkert var farið að meta tjón í nótt, en augljóst er að nokkur íbúðarhús eru ónýt á Selfossi Í Hveragerði, á Eyrarbakka og í dreifbýlinu á svæðinu. Fyrir utan tjón á innbúi, varð vatnstjón í nokkrum húsum á Árborgarsvæðinu í nótt þegar heitt vatn flæddi úr löskuðum leiðslum og lögn í einni götu brast. Ljóst er að nokkrir sumarbústaðir eru stór skemmdir eða ónýtir. Veitingastaðurinn Ingólfsskáli í Ölfusi er talinn ónýtur eftir skjálftann, Skemmdir urðu á Hótel Örk í Hveragerði, þungir kirkjubekkirnir í Selfosskirkju ultu um koll, og safngripir skemmdust í byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka, svo eitthvað sé nefnt. Geir H. Haarde lýsti því á Alþingi í gærkvöldi að allt yrði gert til að tryggja öryggi fólks á hamfarasvæðinu og verða aðgerðir af hálfu ríkisins ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira